10.11.2009 | 15:25
Sshh!
Söluskatturinn hækkar. Sem er gott fyrir þá tekjulægstu, því þá hækka allir þeirra reikningar. Aftur.
En það tekur enginn eftir því... merkilegt.
Jæja, stökk úr 37% upp í 47% er nú gott högg. Þeir sem þurfa að láta mála hjá sér geta nú sparað 25% söluskatt og greitt út 60% af venjulegum verkamannslaunum hverjum sem tekur að sér að mála, og það kemur samt betur út fyrir málarann.
Það þarf bara að sleppa pappírsvinnunni. Í það fara allir þessir auka seðlar sem eru í umferð (sem eru nú að týna verðgildi sínu í þessari mjög svo æðislegu verðbólgu. Hvað er hún raunverulega? 50%? 80% á ári?)
Nei, ég held að þingið þurfi að hugsa þetta betur. Gera eitthvað frumlegt. Eitthvað sem skilar árangri án þess að valda neinu tjóni - svona einu sinni.
47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Samála það vantar úrræði. Td að lækka skatta myndi auka fjármagnsflæði inn í hagkerfið meiri peningar í umferð þíða meiri umsvif.
Sigurður Haraldsson, 11.11.2009 kl. 02:06
En það er ekki sósíalismi. Yfirvöld vilja koma á sósíalísku hagkerfi. Eins og fyrir austan járntjald hér í denn. Það leið víst öllum svo vel þar. Ef ekki, þá voru þeir lamdir.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.11.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.