11.11.2009 | 13:16
Bara 1%? Bjartsýni.
Nei - það er ekki bara vöruverð út úr búð sem hækkar strax um 1%. Því söluskattur er á nánast öllu, þmt bensíni, sem er einmitt notað til að ferja matvælin. Þar má strax bæta við hálfu próseni eða svo. Svo er leiga á sölurými, eða afborganir af slíku. Annað prósent, auðveldlega.
Og það er bara fyrsta daginn.
Þeir sem finna mest fyrir þessari hækkun eru einmitt þeir sem eru með laun undir 200.000.
Skil ég ekki af hverju það þurfa að vera mishá gjöld á matvælum eftir því hvort það er kex eða hangikjöt eða geisladiskar. Það kostar extra að hafa mörg gjöld. Pappír, mannskapur, osfrv.
Nær væri að taka bara meðaltal af öllum þessum sköttum og hafa einn. Hann væri 12-15%, sennilega. Á öllu. Við slíka framkvæmd myndu flest lækka í verði um stundarsakir og slá hressilega á verðbólgu, og það kæmi vel út fyrir þessa sem fá bara 200K á mánuði.
Svo gætu þeir lækkað tekjuskattinn í svona 25% eða minna og sleppt bara öllum persónuafsláttum. Bara á línuna. Það kæmi vel út fyrir flesta, og myndi auka veltu fjármagns í kerfinu. Valda grósku.
Best væri samt að minnka álögur á eldsneyti - hætta til dæmis með veggjaldið, þar sem það fer hvort eð er alls ekkert í vegagerð. Það mun koma vel út fyrir alla, hvot sem þeir eiga bíl eða ekki.
Verðlagið upp um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.