13.11.2009 | 15:24
Smá athugasemdir:
*Nú stefnir í að halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári verði ekki eins mikill og reiknað var með þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var lagt fram í byrjun október.
Við erum enn á hvínandi kúpinni. En bara smá minna.
*Steingrímur sagði í umræðu um skattamál á Alþingi í dag, að dregið hafi heldur úr útgjaldaþörf ríkisins
Hvað í dauðanum þýðir það? Fækkaði malbikuðum vegaspottum? Sjúkir urðu skyndilega heilbrigðir á ný? Ésú gekk laus á spítölunum, sennilega. Og færri sækja orðið skóla.
Sniðugt það.
*einnig væri útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins yrði 10-17 milljörðum króna minni en útlit var fyrir, m.a. vegna þess að betur hefði gengið að endurfjármagna bankakerfið.
Þeir fengu ekki lán frá neinum sem sagt.
*Þá væru atvinnuleysistölur heldur betri en útlit var fyrir
Vinnufúsir menn eru allir fluttir til Noregs.
*Loks væru tekjur ríkisins heldur að styrkjast á nýjan leik og virðisaukaskatturinn að gefa meiri tekjur sem sýndi að umsvifin séu að aukast í þjóðfélaginu á ný.
Núna? Hvernig? Hver er að verzla svona mikið í verðbólgunni? Ferðamenn?
*Steingrímur sagði, að nánari tölur um þetta kæmu fram þegar breytingartillögur verða lagðar fram við fjáraukalagafrumvarp fyrir yfirstandandi ár.
Aha... af hverju fæ ég á tilfinninguna að maðurinn hafi dregið allt sem hann sagði út úr rassinum á sér?
Dregur úr halla ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
það var nú verið að henda hóp af fólki út af atvinnleysisbótum, svo þar er skýringin á lægri útgjöldum, en hvar þetta fólk fær lifipening í dag í kerfinu gæti verið félagslega meginn í kerfinu og kannski aukning þar á útgjöldum. Að Steingrímur skuli segja að nánari tölur um þetta eigi eftir að koma..þegar breytingartillögur verða lagðar fram..sem er nú þegar búið að gera ráð fyrir eftir þessum orðum hans, er öllu verra...ekkert öruggt sem sett er fram.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.11.2009 kl. 15:54
*einnig væri útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins yrði 10-17 milljörðum króna minni en útlit var fyrir, m.a. vegna þess að betur hefði gengið að endurfjármagna bankakerfið.
Stökkbreytt lán skuldara, sem fluttust yfir í nýju bankana á afslætti af upphaflegu verði, eru að koma sterk inn
Guðný (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 20:20
Þetta er allt svindl.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2009 kl. 09:20
Ingibjörg,
Eru atvinnuleysisbætir fjármagnaðar af ríkissjóði eða Atvinnuleysistryggingasjóði? Ég er í vafa, séð í ljósi þess að síðarnefndur sjóður hefur verið mjólkaður þurr af fæðingarorlofi landsmanna.
Ég hef sömu tilfinningu og Ásgrímur varðandi rass Steingríms J. - þar eru gjöful mið sem mætti nýta til öflunar gjaldeyristekna.
Geir Ágústsson, 18.11.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.