Dubai á hausnum

Það eru greinliega fjármálasnillingar á fleiri stöðum en Íslandi.
mbl.is Skuldatryggingaálag Dubai hærra en Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er vonandi að þetta verði til þess að fólk um allan heim átti sig á því að aðstæður eins og þær sem uppi eru hér á Íslandi eru langt frá því að vera einsdæmi. Vandamálið er ekki bara bundið við einstaklinga eða landsvæði heldur liggur það í grundvallarfyrirkomulagi peningamála sem er mjög svipað víðast hvar um hinn vestræna heim. Þetta fyrirkomulag hefur gert bankamönnum kleift að búa til gríðarleg pappírsverðmæti úr engu, og nú þegar á að innleysa falsanirnar kemur raunveruleikinn óhjákvæmilega upp á yfirborðið.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held ekki.  Eitthvað svipað verður gert áfram.

Spurningin er bara: hver fer almennilega á hausinn næst?

Bretar?  USA?  Japan?  Þeir eru á listanum, þeir skulda.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er handviss um að eitthvað "þróað" ríki á eftir að fá svona skell á næstunni. Bretar munu lenda í talsverðum vandræðum vegna Dubai, Japan er að glíma við hækkandi gengi og lækkandi eftirspurn sem veldur samdrætt í útflutningi, en USA er algjörlega komið upp á náð og miskunn Kínverja. Hvert þessara ríkja verður fyrst til að fara í klessu verður hinsvegar erfitt að segja, ég giska á að það verði eitthvað meðalstórt ríki á jaðri Evrópu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eitt af þessum sem þú nefndir.  Viltu veðja á eitt ákveðið?

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband