Litlar breytingar, en jákvæðar

Nýlega voru hljóðdeyfa á riffla leyfðir.  Með semingi.  Miklum semingi.  Og titkúrum.

Það var svipað eins og ef við hefðum fengið það fram, eftir áralanga baráttu, að bílbelti væru gerð lögleg - en einungis með sérstöku leyfi lögreglustjóra, enda grenilega útbúnaður sérstaklega ætlaður til rall-aksturs og annars glannaskapar.

Nú vill þessi einfalda áfengislögin lítillega.

Fjarlægja part sem enginn fór eftir.

Allt þörf verk.

Jákvætt.

Þetta mætti ganga hraðar og betur hjá þeim öllum.


mbl.is Breyting verði gerð á áfengislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins: "Hræsni"

Og þarna höfðum við skilgreininguna á því.

Alltaf gaman að læra ný orð.


mbl.is „Þarft að fara á námskeið í mannasiðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo er fólk að segja að hann sé alslæmur

Ef kaninn vill hann ekki, megum við fá hann?


mbl.is Gæti afnumið 70% laga og reglna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað myndi Hitler kjósa?

... ef hann hefði kosningarétt á Íslandi?

Ég tékkaði á því, og notaði til þess kosningavitann.  Sem er fáanlegur hér: http://kosningavitinn.egkys.is/

Til að vita viðhorf Hitlers hafði ég til hliðsjónar Manifestó NSDAP, sem er fáanlegt hér og þar, en þessi þýðing á ensku er eins góð og hver önnur: https://simple.wikipedia.org/wiki/NSDAP_25_points_manifesto

Það var ein spurning þarna um viðhorf til skatta, það tók tvær mínútur að finna þetta: https://www.quora.com/What-was-the-highest-income-taxation-rate-in-Nazi-Germany

Allstaðar þar sem var eitthvert vafamæal setti ég bara "vil ekki svara."

Undir því voru til dæmis hvort flugvöllurinn á að vera eða fara, og jöfn kynjahlutföll.  Slíkt var algjörlega framandi í því landi á þeim tíma.

En hvað um það, forsendurnar eru aðgengilegar, og hér er niðurstaðan:

Húmanistaflokkurinn, með 74% samræmi.
Alþýðufylkingin, 63%
Vinstri Græn: 55%
Dögun: 52%
Flokkur fólksins/Framsókn: 39%
Samfylking: 18% (hissa, ég)
Píratar: 16%
Íslenska þjóðfylkingin: 12% (og þið getið hætt að kalla þá nazista núna)
Björt framtíð: -16%
Sjálfstæðisflokkur: -40%
Viðreisn: -43%

Ekki alveg það sem ég hafði búist við þegar ég byrjaði, en... ég veit ekki betur en þetta sé eis rétt og hægt er.

Hitler


"Viðkvæm verk?"

Ha?

Hvað meinar maðurinn?

Tilvitnun: "„Þetta mál snert­ir ekki aðeins mig per­sónu­lega held­ur frelsi rit­höf­unda al­mennt á Íslandi. Meðgöngu­tími bóka get­ur verið lang­ur og það geti skaðað verk höf­unda ef all­ar hug­mynd­ir eru birt­ar mörg ár aft­ur í tím­ann."

Hvernig?

Ég man í svipinn ekki eftir einu verki sem varð minna merkilegt við að einhverjar upplýsingar um það birtust seinna.

Ef einhver er með dæmi þætti mér sniðugt að frétta af þeim.

Tilvitnun 2: "Ef maður er að skrifa viðkvæm verk eins og Draumalandið þá gæti það eyðilagt verkið.“"

Ég las helminginn af því áður en ég nennti ekki meir.  Fékk þá  tilfinningu að það verk hefði hann dregið út úr rassinum á sér, svo ég taki ljóðrænt til orða.

Tilvitnun 3: "það væri held­ur ekki gott ef flétta sögu yrði birt í fjöl­miðlum áður en bók­in kem­ur út."

Svosem.  Á hinn bóginn er ansi langt síðan þessi peyi gaf nokkuð út.

Tilvitnun 4: "„Á meðan ég virði regl­ur um upp­lýs­inga­skyldu og trúnað þá er ég á svipuðum stað og blaðamenn sem upp­lýsa ekki fyr­ir­fram um frétt­irn­ar sem þeir eru að vinna að, “seg­ir Andri Snær."

Ég ætla að vona að einhver hluti fréttanna sé ekki skáldaður upp.

"Hann bend­ir á að virðis­auka­skatt­ur af bók­um sé um 600 millj­ón­ir á ári á sama tíma eru greidd­ar út um 200 millj­ón­ir króna úr launa­sjóði rit­höf­unda. "

Af hverju eiga höfundar B, C og D að fá borgað af VSK vegna bókar sem höfundur A hefur skrifað?  (Og fengið greitt fyrir.)

Nei.

Við eigum ekki að vera að borga einhverjum bögubósum fyrir eitthvað sem við nennum ekki að lesa.


mbl.is Gæti eyðilagt viðkvæm verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hinsvegar, mæli eindregið með fitufrystingu

Hún er bæði auðveld og skemmtileg.

Maður tekur bara fituna, og setur hana inn í frysti.  Svo hefur maður hana þar, sér til skemmtunar og yndisauka.

Hvað veit maður nema einhver þurfi frosna fitu?

Svo er bara félagsskapur af henni.  Það er fátt jafn skemmtilegt og að horfa á sjónvarpið með frosna fitu sér við hlið.

Svo er hún líka ágæt á pönnuna til að steikja hitt og þetta - eggjaköku til dæmis.

Einnig getur frosin fita nýst sem vopn - hún dregur aðeins lengra en grjót, vegna þess að hún er aðeins léttari.

Svo er hún líka heppilegt efni til að föndra úr: hægt er að tálga úr henni skúlptúr á meðan hún er frosin, eða leyfa henni að þiðna aðeins og forma hana þá með höndunum.  Aðeins að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín.

Frosin fita maður!  Hefur þúsund not.


mbl.is Mælir alls ekki með fitufrystingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ekki bindandi, en...

98%?

Það þurfa nú ansi margir að mæta í viðbót og kjósa annað til að þetta gefi ekki nokkuð góða hugmynd um hvað Ungverjanum finnst.

Kjörsókn í Evrópu er ekkert góð, þykir mikið ef meira en 50% nenna að mæta.  Leti í fólki.


mbl.is 98% vilja ekki taka á móti flóttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan hafa þeir tekjur?

http://vg.is/wp-content/uploads/2015/10/%C3%81rsreikningur-2014.pdf

Tilvitnun:

Framlög frá Alþingi: 36.438.916

Það var og.

Merkilegri eru "aðrar tekjur," sem nema 2.2 milljónum.  Ekki veit ég hvað það er.  Tekjur af AirB&B og eiturlyfjasölu?

Ekki sundurliðað.


mbl.is Viðsnúningur í rekstri VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég myndi taka upp puttaferðalanga

Og ég hef gert slíkt.

Þeir eru mis-skemmtilegir, og sjaldnast kemur á daginn að þeir eru vélmenni.

Man eftir einumj sem var svo fullur að hann vissi ekki hvert hann ætlaði.  Svo ég setti hann bara út einhversstaðar innanbæjar.

Veit enn ekki hvort það var rétti bærinn.

Auka-atriði núna.


mbl.is Á að veita ökumönnum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lát oss nú sjá, vegn þess að ég hef tíma og ekkert betra að gera:

Samkvæmt þessari síðu:

http://www.killedbypolice.net

Þá voru árið 2015 drepnir af lögreglu 1207 manns, eða 3.3 á dag.

Árið 2014 vour það 1111, eða 3.

Árið 2013 voru það 774, eða 2.1 á dag.

Þetta gerir ca 10% af öllum morðum þarna úti á hverju ári, með einhverri skekkju frá ári til árs.  Við getum gert ráð fyrir að þeir beiti skotvopnum í flestum tilfellum, ef ekki öllum.  Teiserinn mun flokkast sem skotvopn líka.  Ekki held ég að lögreglan keyri yfir mjög marga, og það er orðið heldur gamaldags að berja menn með kylfum.  Það er svo óttalega sixties eitthvað. 

Meðaltalið gefur okkur að hægt væri að birta 2-3 svona fréttir daglega.

Miðað við höfðatölu, er þetta eins og ef lögreglan hér myndi drepa einhvern á hverju ári.

Kannski er það framtíðin?  Það eina sem við þurfum til að vera alveg eins eru gengi og vopnuð lögregla.  Svona "only ones."


mbl.is Lögreglan skaut 18 ára mann til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband