Stríð. Meira stríð, meina ég.

Seinast þegar ég tékkaði voru skráð 60 + morð á hverja 100.000 íbúa í kólumbíu, sem er ekkert normalt.  Það er borgarastyrrjöld.  Sem snýst um kókaín að miklu leiti.

FARC framleiðir og smyglar kóki út um hvippinn og hvappinn.

Og nú gæti vel verið að Chaves vindhani komi af stað stríði til þess að fela spillingu heima fyrir.


mbl.is Alþjóðleg deila stigmagnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum meiri olíu.

"Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, vísaði til ummæla Seðlabankans um það umrót sem skapast í þjóðarbúskapnum vegna stóriðjufjárfestinga árið 2005 er hóf umræðu um efnahagsmál á Alþingi í dag. Segir Steingrímur að stjórnvöld hafi dælt olíu á verðbólgubálið og bankarnir hafi ýtt undir það með lánveitingum til íbúðakaupanda." (sic)

Og bankarnir áttu ekki að lána fólki pening?  Uhm... hvað eiga bankarnir þá að gera?  Yfirfærum þetta aðeins á annan iðnað: Bónus má þá ekki selja sumu fólki mat.  Af því að...? 

„Við áttum ekki fyrir fjórðu hverri krónu sem við eyddum eða fjárfestum fyrir," segir Steingrímur. 

Má vera, má vera.  Eða ekki.  Með hverju er þessi fullyrðing rökstudd? 

Sagði hann að Seðlabankinn hafi einn reynt að vinna á móti þenslunni.

Það er sama hvort það er þensla eða kreppa, alltaf gerir Seðló það sama: hækkar stýrivexti.  Það er þeirra lausn á öllu. 

Vandinn sem nú stöndum frammi fyrir er að mestu leyti heimatilbúinn, segir Steingrímur og bætti við að bruðl og eyðsla hafi orðið að tískuorðum enda enginn maður með mönnum nema hann ferðaðist með einkaþotu.

Bruðl og eyðzla eru þá tízku-orð af því að enginn er maður með mönnum nema hann ferðist um á einkaþotu?  Uhm... nei.  Bruðl og eyðzla eru og hafa alltaf verið uppáhalds-orð Kommúnista, hvort sem þau eiga rétt á sér eða ekki.  Samkvæmt þeim þá er hver maður sem lifir ekki á pöddum sem hann finnur í moldarkofanum sínum að stunda bruðl & eyðzlu. 

Má eiga smá pening? 

„Hvar voru heiðarlegir kapitalistar og íhaldsmenn?" spurði Steingrímur.  

Á leið til London í einkaþotu?  Það er ekki til marks um óheiðarleika að berast á.  Það er til marks um svolítið mikil fjárráð. 

Segir Steingrímur að skuldir heimilanna hafi vaxið á tímabilinu frá því sjálfstæðismenn tóku við völdum árið 1991 úr 80% í 240%.

Veit ekki með það, og hef litlar áhyggjur af því, það sem mig varðar um er hvort fólk hefur nægar tekjur til að standa við afborganirnar.  það væri líka ágætt að losna við verðtrygginguna og stimpilgjöldin, það tvennt er svolítið þungt í togi.  Og það er Ríkinu að kenna, ekki bönkunum.

Hann segir að ríkisstjórnin sem nú er við völd sé ein sú daufgerðasta sem sögur fara af.

Gott er ef satt væri.  þeir skemmdu þá minna út frá sér.  En það er samt ekki rétt hjá honum.  Kerfið þenst út.  Sem er ekki gott.  Á sterum.  Og komið með hamborgararass og undirhöku.

Reynt sé að bæta úr því nú með blaðagreinum.

Ha?  Og hvernig á það að vera hægt?  Þú lagar ekki tjón með því að tala um það. 

En nú er þetta allt orðið að ímyndunarvanda og erlendir greingarmenn álitnir misvitrir svo ekki sé talað um Danina blessuðu, segir Steingrímur.

Já, okkur líkar illa þegar svartsýnismenn, sem vilja okkur öll niður í moldarkofana að tína pöddur benda á okkur og segja skerandi og drafandi röddum: Sjáðu bara! Ég sagði að þetta myndi allt fara svona! 

Spyr hann forsætisráðherra um hvort stefnt sé að því að styrkja Seðlabankans og hver sé nákvæmlega staðan um frestun stóriðjuframkvæmda hjá ríkisstjórninni.  (sic)

Arrgh!  "hver er staðan um frestun stóryðjuframkvæmda?"  Hvar læra þessir Ríkispjakkar málfræði?  Ókey: það er búið að umkringja frestun stóryðjuframkvæmda, ókey?  Af mönnum sem standa fast í báðar lappirnar.  Einn af þeim er pínu hjólbeinóttur.


mbl.is Steingrímur J.: Dældu olíu á verðbólgubálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar amma var ung...

Þá voru málverk, en ekki fótósjopp.  Haldið þið að kóngafólkið hafi í alvöru litið út eins og það gerði á málverkunum?  Eftir margar aldir af skildleikaræktun, sníkjudýrum og sjúkdómum?

Ég held nú síður.

Fólk ætlar bara greinilega ekkert að breytast. 


mbl.is Börnin „lagfærð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftæði.

Rok og rigning draga ekki úr mengun nema síður sé; fæla frekar fólk í bílana, af reiðhjólunum, tveimur jafnfljótum eða rúlluskautunum.  Eða hvernig sem fólk bifast eiginlega um þegar það er ekki á bíl.

Hinsvegar dreyfist mengunin miklu betur, svo fleiri njóta góðs af henni.  En það er annað. 


mbl.is Rysjótt tíð dregur úr mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fjandans með koltvísýring: verndum fiskinn!

Ef við snæðum þessa hvali í stað nauta, þá erum við að hindra hvalina í að snæða þorska, ýsur og loðnu, sem við getum þá veitt í staðinn og grætt á.

Svo er hægt að vinna úr hvalspiki og lifur olíu sem hægt er að nota á hvalveiðiflotann, til dæmis.  Sem gerir þetta að fullkomlega sjálfberandi atvinnugrein.  Það þarf ekkert stóra báta á þessi kvikyndi.

Og bragðgóð eru þau. 


mbl.is Borðið hvalkjöt og bjargið heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maríúana vex allstaðar.

Hvaða bjáni sem er með aðgang að mold getur ræktað maríúana.  það gæti gengið hægt, eins og gengur með venjulegan arfa ef það er ekki ljós á þessu og almennilegur hiti, en það mun vaxa.

Sem þýðir, að ef lögleitt, þá væri þetta eina efnið sem setur fíklana ekki á hausinn.


mbl.is Maríjúana hugsanlega lögleitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það sannað: Hraust fólk er hraustara en fólk sem er ekki hraust!

Sem er náttúrlega bara töff.

Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri séu léttari, borða hollari mat og stunda heilsurækt oftar en jafnaldrar þeirra sem sleppa mikilvægustu máltíð dagsins.

Fuck yeah! 

„Niðurstaða okkar leiddi í ljós að krakkar sem borða morgunmat reglulega, og sér í lagi á hverjum degi, lifa heilbrigðara lífi heilt yfir litið,“ sagði Mark Pereira, sem fór fyrir rannsókninni, í samtali við Reuters.

Þarna er niðurstaða fyrir ykkur. 

„Þau hreyfa sig meira og borða hollari mat. Þau borða minna af fitu og kólesteróli og borða meira af trefjum.“

En af hverju?  Nú er hollur matur oft ódýrari en óhollur - MacDonalds kostar allstaðar meira en hafragrautur.  Og maður þarf ekki að fara úr húsi til að borða hafragraut.  (Veit ég, enda snæði ég hafragraut að jafnaði 2 í viku - forðast MacDonalds, því þar er ekkert ætt annað en sjeik og franskar). 

U.þ.b. 25% bandarískra barna sleppa því að borða morgunmat. Vísindamennirnir benda á að þetta gerist á sama tíma og offita sé að aukast meðal ungs fólks.

Enda ljóst mál að 25% kana fífl.  Fífl!  Hverskonar sjálfspyntingahvöt liggur að baki því að borða ekki morgunmat? 


mbl.is Morgunmaturinn mikilvægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott, þarf að skoða þetta.

Veit samt ekki hvernig færðin er ... fyrir corollu.  Átti einusinni Aries, sem hefði komist þetta.  Það var mjög hár bíll á stórum hjólum.  Jafn þungur og Corollan, bara stærri.  Töff bíll það.

Ja, þessi hver er ekkert á leiðinni neitt.

Ég man þegar ég fór að skoða hverina sem komu í ljós undan Kleifarvatni.  Það var sko áhugavert að skoða.  Svo sökk það allt aftur. 


mbl.is Gunnuhver færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skywalkers in Korea Cross Han Solo

Nei, í alvöru: 

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2007/05/03/AR2007050300374.html

Það var og.


Rafmögnuð vitleysa

Fann þetta á vísi: 

http://www.visir.is/article/20080302/FRETTIR02/80302049

Þetta er bull.  Og ég útskýri:

"Það er útbreiddur misskilningur að rafbyssurnar veiti 50 þúsund volta stuð. Þær framleiða að vísu 50 þúsund volta straum. En stuðið sem þær veita þegar þeim er skotið í fólk er mælt í amperum. Og byssurnar veita ekki ekki nema 0.0021 ampera stuð. Venjuleg rafmagnsinnstunga á heimili er 13 amper."

En hvað er það í voltum?  Rafmagn ferðast alltaf um í voltum og amperum, svo er notkunin mæld í wöttum.  Svo það vantar líka hve mörg wött hvert fórnarlamb fær í sig.  Sem skiftir svosem ekkert höfuðmáli.

Ef þú færð EINHVERN rafstraum í þig geturðu verið vis um að þar voru nokkur volt á ferðinni.  Og amper.  Og Wött.  Og það voru sko örugglega Ohm þarna einhversstaðar líka.  Viðnám sko.

Að hverjum eru þeir að reyna að ljúga? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband