18.2.2008 | 23:54
Rafskaut í hanska?
Ef ég mætti ráða, myndi ég borga þessum lömuðu aðilum fyrir að fá að græða rafskautin í þá. Sjá hvort það virkar ekki betur. Það væri ógeðslega flott, réttilega orðað.
Sjá hvort það er ekki hægt að fá þá til að labba... það ætti að vera hægt.
![]() |
Rafskautanet fékk nýsköpunarverðlaun forseta Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 23:52
Þeir mega eiga hann.
Ekki hef ég áhuga á honum. Það kostar að hafa svona gaura í geymslu.
Ó fokk! Nú er ég kominn með þetta óþolandi geymslu-lag á heilann...
![]() |
Vilja vísa Íslendingi úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 12:57
Sennilega rétt, og hér er af hverju:
Undanfarið hafa verktakar verið að hrófla upp blokkum hér og þar, á lóðum sem þeir greiddu upp í topp - keyptu reyndar á uppsprengdu verði. Allt eru þetta mjög ljót hús, en engu að síður, ljót fasteign er líka fasteign.
Þeir fengu allir lán fyrir þessu, hjá.... BÖNKUNUM!
Og nú, þegar enginn vill kaupa þetta allt af þeim á enn uppsprengdara verði, þá líður ekki á löngu þar tiol þeir fara allir á hausinn, enda ekki fyrir mann sem ekki hefur stofnað Hafskip nokkurntíma á ævinni að greiða af þessum lánum.
Þannig að bankarnir eignast þetta allt. Og þetta er allt peningur, sem hægt er að innleysa með því að selja fólki á viðráðanlegu verði. Þannig græða bankarnir aftur upp allt tapið af smá verðfalli á fasteignum.
Og svo getiði rétt ímyndað ykkur hvað varð um öll þessi hlutabrét sem voru keypt á lánum. Hver á þau nú?
Bankarnir standa vel, trúi ég.
![]() |
Jón Ásgeir telur bankana ekki illa stadda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 12:52
18.000 kall á... hvaða tíma?
Mánuði? Þá er þetta ekkert.
Viku? Strax betra. Þarna erum við að tala um kjarabót sem heldur í við verðbólgu - amk þetta ár.
Dag? Gleði. Gleði og ekkert annað.
![]() |
Taxtar hækka um 18.000 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 12:39
Þriðja skyttan á grösuga hólnum er fundin.
annað hvort það, eða handrit að kvikmynd skrifað af enn einum lúðanum sem getur ekki sætt sig við að einhver jólasveinn með riffil skaut Kennedy af færi.
Svíar eru enn vissir um að það hafi verið risastórt alþjóðlegt samsæri á bak við morðið á Olof Palme. Þetta er eins. Frummyndin, í rauninni.
![]() |
Gamalt handrit vekur spurningar um morðið á Kennedy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 12:07
Þyrlur?
Þegar ég las þessa fyrirsögn hélt ég að eitthvað nýtt flipp væri að fara í gang meðal íslenskra milla: þyrlur.
En nei.
Samt - mér skilst að hægt sé að fá heilan helling af Rússneskum þyrlum fyrir það sem ein vestræn kostar. Og Rússar eru frekar framarlega í þyrlusmíð - þeir eru með stærstu þyrluna, þyngstu þyrluna, þyrlur með 2 settum af spöðum og svfr.
Allt á lágu verði.
En ekki ætlar ríkið að fjárfesta í svoleiðis. Grunar mig að vestrænir aðilar sú að bera fé á menn. Einhver ætti að tékka á því.
![]() |
Vefur um þyrlukaup í loftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 13:39
Ekkert gaman að búa í Danmörku
Það má ekkert. Af einhverjum orsökum þá hangir fólk ekki heima hjá sér og spilar tölvuleiki, eða horfir á nágranna, og hefur áhyggjur af því að Harold er dauður aftur.
Nei nei.
Það sér í dagblöðunum mynd af enhverjum fornum trúarleiðtoga, og ákveður að reiðast ofsalega, sér til skemmtunar.
Nokkrum árum seinna mæta nokkrir menn, enn reiðir út af þessum blessuðu myndum, og eru búnir að plotta og æfa út í gegn tilræði við einn af þessum teiknurum. Einhverja vankanta sér danska lögreglan á þeirri hugmynd, og sendir pjakkana úr landi.
En það má víst ekki - eða réttara sagt, það er ekki til heimild í lögum til þess. Og þá hefst grjótkastið aftur.
Og af hverju hefur þetta lið ekki vinnu? Ef það hefði vinnu ætti það kannski pleisteisjon, og gæti ræottað í GTA, en ekki úti á götu.
Einhversstaðar hefur sósíalisminn fokkast upp hjá þeim. Mig grunar að sósíallinn gæti reyndar verið ástæðan. Það er eitthvað sem er ekki mjög atvinnu-hvetjandi þarna. Hvað sem það er, þá þurfa þeir að losna við það.
![]() |
Enn nokkuð um íkveikjur í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 11:38
Fyrir 400 árum...
Eftir 400 ár verða ekki gerðan neinar kvikmyndir um sjóræningja. Núna eru gerðar kvikmyndir um sjóræningja, eins og þeir áttu að hafa verið fyrir 400 árum. Þið vitið, skeggjaðir, með sverð, siglandi skipum með páfagauk á hvorri öxl.
Ea páfagauk á annarri og apa á hinni. Nú og lepp fyrir auga og einn eða tvo staurfætur.
En nú? Sko, ef þú ert tölvuræningi, værir þú kannski til í að fá þér eitthvað dýr, og láta það hanga á þér? Svo geturðu sveiflað þér í ljósakrónum og öskrað þegar löggan kemur í haimsókn: "Þið munið aldrei ná mér lifandi!" áður en þú plaffar á þá með Nerf-byssunni þinni.
Það væri aðeins meira töff, og áhorfendavænna en það sem þú ert nú.
![]() |
Sjóræningjar herja á Nintendo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 11:34
Það eru líka helgi í Reykjanesi
Þar koma víst sjö dagar í viku eins og annars staðar á landinu, með a.m.k einum frídegi, sem þjakaður almúginn notar til að hella í sig efnum sem koma endorfínunum af stað.
Það verða allir að koma endorfínum af stað öðru hvoru.
Ég bíð enn eftir fréttinni: "Í dag er miðvikudagur, miðvikudagur hefur ekki komið í heila viku, en að sögn lögreglu var mikill viðbúnaður vegna hans, enda aldrei að vita hvað svona dagar bera í skauti sér."
![]() |
Ölvunarerill í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 11:29
Stuðmenn fóru ekki með fleipur hér um árið
"þegar ljósin og tónlistin duttu út hófu margir að syngja og skemmta sér við eigin undirleik."
Skrokkabankið er enn minnisstætt, og þessi setning ryfjar það upp afar vel. Fólk er orðið vel gilt eftir góðærið, svo það ætti að vera í því þéttur hljómur.
![]() |
Skemmtu sér í myrkri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |