Færsluflokkur: Kvikmyndir

Bíó, af youtube.

Einhver gervigreind fær meira áhorf á viku en CNN. Bara ein.  Fólk horfir á þetta frekar en sjónverpið.

Max Headroom spáði fyrir þessu, var það ekki?

Ástríkur & þrautirnar 12

Nýtt líf, í crappy VHS gæðum.

Þetta er eitthvað allt annað.


Giallo

Fréttirnar eru leiðinlegar.  Horfum á kvikmyndir.

6 Donne per L'assassonu.  Mario Bava.  60ies.

Litrík, hefur allt dótið sem giallo þarf að hafa, og hélt áfram að hafa næstu 20 ár, eða þar til allir urðu leiðir á því.

Fuglinn með kristals-stélið.  Argento. 1970.

Ein af fáum verkum Argento sem hafa vitræna framvindu.

Nitten Röde Roser.  1974.

Hver kannast ekki við þessa? Eftirmynnileg dönsk kvikmynd í giallo-stíl um morðingja með sérstaka aðferð til þess að velja fórnarlömb.

Seinna fór kaninn að gera svona kvikmyndir, með þeim afleiðingum að við fengum yfir okkur 40 kvikmyndir um Jason Vorhees og 45 um Mike Myers.

Vantaði það?  Ekki mig.


ABBA í geimnum, og fleira skemmtilegt

Tæknilega ekki kvikmynd, heldur 3 þátta míní sería.

Greinilega undir miklum áhrifum frá "2001, a space odissey," en líka með skemmtilega vísun í R.U.R.

Þetta eru semsagt sænskir þættir, síðan 1978, með svipað budget og Stundin Okkar.  Samt hágæða efni, eins og hér er bent á:

Tilviljun?  Hver veit?

Veit ekki með Alien, en "Among us" er mjög sus.

Ef menn fíla ekki útgeiminn, á er ein hér jerðtengdari:

Kábojmynd með bíl.  Hve margar kábój myndir eru með bíl?  Ekki margar.  Man samt eftir einni með Jóni væna.  Þar voru allir á Reo Speedwagon, minnir mig.

Þessi Káboj mynd.  Miklu magni eiturlyfja var neytt við gerð þessarar, og niðurstaðan eftir því.


Til tilbreytingar: kvikmyndir af Youtube.

Þetta er stutt og laggott.

Þessi er síðan 1960.  Lítur út eins og einhver brandari núna, en það er bara vegna þess að allar senurnar líta út eins og Evanescence tónlistarmyndband.

Nightbreed.  Þar sem við höfum rednecka vs djöfla.  Og það er raðmorðingi líka.  Sumir hefðu látið hann nægja, en ekki þessi.

Og hér er Bleiki Pardusinn í 35 mínútur:


Lesbollah

Bíókvöld sem við erum að missa af

"Columbia University's LionLez club is hosting a black lesbian film night to support the "free Palestine" movement and "Zionists aren't invited.""

Eru Zíonistar að missa af einhverju?  Eru þeir einhver peripheri-demógrafía, sem fílar svona hluti?

En hvað er verið að sýna þarna?  Jú: "Rafiki is about a lesbian relationship in Kenya and the difficulties the women face living in a repressive society where their families disagree with their lifestyles. Rafiki was banned in Kenya."

Hæjómar óspennandi.

"Shakedown is about an underground black lesbian strip club in LA. It streamed on Pornhub."

Á pornub. ... já.  Satt að segja ekki alveg það sem ég bjóst við, en því ekki?

"George-Griffin is working on a film called "LESBIANA: The Black Lesbian Masterdoc,""

... ha?  Þessi frétt er kómedíu gullnáma, segi ég.

Hvað verður það næst?

IRGay.  Bíókvöld með einungis kvikmyndum um samkynhneigða Kóreumenn í hjólastól, til stuðnings IRA?

Og NecroSIS, bíókv0ld með kvikmyndum um náriðla með vatnshöfuð, til stuðnings við ISIS?

Ég veit það ekki.  Framtíðin er óráðin.


Halloween og Halloween II

Halloween er B-mynd síðan 1978.

Framvindan er frekar hæg, þetta gerist í einhverju rólegu úthverfi, og úthverfa-andrúmsloftið AD 1978 skýn alveg í gegn.

Við fylgjumst með einhverju fólki þarna, það er frekar leiðinlegt.  Svo mætir þessi morðingi, og fer að elta þau, sem er nokkuð kómískt.  Allt mjög afslappað.  Það þarf að drekka mikið kaffi til að sofna ekki yfir þessu.

Á sama tíma er þessi geðlæknir, Loomis, að reyna að finna morðingjann.  Hann á allar bestu línurnar í myndinni.  Bara Dnald Pleasance að taka standard Hammer Horror performance á mjög standard B-mynd sem enginn bjóst við að myndi gera neitt annað en að hafa upp í kostnað.

Sjáið þetta úthverfi, svona gat fólk búið fyrir ekkert mikinn pening í denn.  Og sjáið bílana sem liðið á.  Þessi dama þarna mætir á Monte Carlo, sem er osom bíll. Það á enginn osom bíl lengur.

Með: 70ies vibe.
Á móti: þessi ræma er fucking slow.

Sambærileg íslensk kvikmynd: Draugasaga, 1984.  Sú er reyndar betri, á allan hátt.  En whatever...

Halloween II er framhaldið, sem heldur bara áfram þaðan sem frá er horfið.

Þessi kvikmynd er í engu hraðari en fyrri myndin, algert relax-o-vision, svona eins og kvikmynda-útgáfan af Coldplay.

Allt er róandi.  Það er meira að segja köttur þarna sem skýst hátt á loft, sem er jákvætt og skemmtilegt, hann er mjög róandi.  Eins og valium.

Allavega... þessi morðingi lifir einhvernvegin af að vera skotinn 6 sinnum og detta niður af annarri hæð.  Loomis segir marga skrítna hluti, þar sem hann reifar hvernig morðinginn er örugglega ekki mennskur.  Við vitum að hann þolir vel að vera skotinn 6 sinum og detta af annarri hæð, svo Loomis hefur ljóslega nokkuð til síns máls.

Það er svosem alveg hægt að lifa svona af, en maður fer ekkert á röltið á eftir.

Fyrri myndin hafði alveg tilkall til raunsæis, þessi hefur það ekki.

Allt 70ies væbið er búið.  Þetta er bara maður sem var bitinn af geislavikrum snigli, að labba mjög hægt á eftir fólki, á milli þess sem einhver kall í frakka segir einhverjar draugasögur.

Það þarf alveg 8 bjóra og company til þess að gera gott úr þessari vitleysu.  Þeir sem gerðu myndina bjuggust augljóslega ekki við að gera aðra, hvað þá 40 stykki.

Með: Loomis
Á móti: allir aðrir


Það er föstudagur, horfum á kvikmyndir

Byrjum á einni B-mynd:

Hálfgert Terminator rip-off.  Gerð fyrir sjónvarp (sem skýrior 4:3 ratioið).  Léleg, en stundum skopleg.  Besti partur: velmenni sem lagar sig með straujárni.

Aðeins barn-vænni kvikmynd um gaur sem breytist í draug og hjálpar einhverjum gaur.

Merkilega góður spaghetti vestri, fullur af allskonar súrrealísku rugli.  Það arf.  Mæli með þessari.

I Am Legend.

Skárri en Will Smith útgáfan, en ekki jafn töff og Charlton Heston útgáfan.


Poppmenningin

Allir eru að tala um þessa kvikmynd núna.  Skoðum hvað ýmsir peyjar á youtube hafa að segja:

Þessi bendir á að þetta er ekkert of dýr kvikmynd.  Virðist líða fyrir að vera sannsöguleg.

Þessi er bara ánægður að sjá eitthvað sem er ekki ofurhetjukvikmynd, frmahald, eða frmahald af ofurhetjukvikmynd.

Þessi ræðir um hvernig þessi kvikmynd gæti verið að fara í taugarnar á Hollywood elítunni á nokkra mismunandi vegu.

Ég veit ekki meir.


Kvikmyndir um stríð

Sá þessa um daginn, og var ekki alveg jafn hrifinn og allir:

"Critics and viewers alike have heaped praise on Netflix's new World War One movie All Quiet on the Western Front and called for it to be nominated for an Oscar.

Now, critics and viewers have lauded the WW1 epic as one of the greatest war movies ever made as they described it as an utterly gut wrenching film."

Jújú, alveg vel gerð ræma, og allt það, ekkert óþægilega heimskuleg.  Las ekki bókina, en dettur í hug að einhverju hafi nú verið sleppt.

Mikið af gaurum að þramma um í drullu, stelandi mat af hinum og þessum, skjótandi í allar áttir.

En sú besta frá upphafi?  Nah.

Get nefnt betri: Das Boot, Come and see, Jarhead, M.A.S.H, Grave of the fireflies, Enemy at the gates... osfrv. 

Sú seinasta skorar kannski ekki hátt á raunsæi, en hefur skemmtanagildi.

Meira fyrir skemmtanagildið: The Brotherhood of War, The Bridge on the river Kwai, The Blue Max, Braveheart.  The Guns of Navarrone.

Maður fórnar raunsæi alveg fyrir skemmtanagildið.

Hvað með kvikmynd sem gerist eftir stríð?

Ég er viss um að Leitin að eldinum gerist eftir WW3.  Ekkert eftir nema mutants.  Þeir leita að eldi í 90 mín.  Spennandi.

Eða "The Time Machine" (1960).  Gaur ferðast frá 1900 til einhverntíma seinna, þegar Klaus Schwab & Bill gates hafa komist undan kjarnorkustyrrjöld með þvi að fela sig neðanjarðar, og hafa þjálfað kóvitleysingana sem búa enn á yfirborðinu til að koma þegar lúðrar eru þeyttir til þess að láta éta sig.

Snilld.  Mæli með.

Come and see, í boði Mosfilm.  Peyi lendir á vergangi.  Menn sem aldrei sjást sprengja tré.  Fjöldamorð.  Algerlega súrrealísk rússnesk kvikmynd.  Dáldið drungaleg.  Góð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband