Misvísandi orðnotkun, eins og alltaf

Sagt er: Þeim sem styðja sam­tök fas­ista fer nú veru­lega fjölg­andi á Ítal­íu.

Ástæðurnar eru taldar vera:

1: bjöguð mynd af hæl­is­leit­enda­vand­an­um,

2: fjölg­un fals­frétta

3: af­neit­un þjóðar­inn­ar á eig­in fortíð 

og 4: að rúm 70 ár eru nú frá láti Benito Mus­sol­in­is.

Það var og.

*Fjallað er um málið á vef Guar­di­an sem seg­ir skotárás­ina í Macerata á laug­ar­dag, þar sem að sex Afr­íku­menn særðust, vera nýj­asta dæmið um árás­ir hægri öfga­manna á inn­flytj­end­ur.

Eru þar á ferð fasistar eða hægri öfgamenn?  Þú getur ekki verið bæði.  Það er eins og að vera þurr og blautur samtímis, eða kaldur og heitur.

Annað hvort ertu militant sósíalidemókrati (fasisti) eða alger frjálshyggjumaður í anda John Locke / Ayn Rand.

Að sögn and­fasísku sam­tak­anna In­fo­antifa Ecn...

Er það eins og Antifa?

Dag­inn eft­ir skotárás­ina í Macerata greindi fjór­ir Norðurafríku­menn lög­reglu í Pavia frá því að þeir hefðu orðið fyr­ir árás 25 skalla­bulla þá um kvöldið.

Fasistar, hægri öfgamenn, mótorhjólagengi eða fótboltabullur?

Árið 2001 voru liðsmenn Forza Nu­ova aðeins 1.500 tals­ins. Í dag eru þeir 13.000 og Face­book-síða þeirra hef­ur 241.000 fylgj­end­ur sem er tæp­lega 20.000 fleiri fylgj­end­ur en stærsti vinstri flokk­ur lands­ins get­ur státað af.

Getur verið að stærsti vinstri flokkur landsins sé fasískur?

Það væri ekki einu sinni íróníkst.

Spyr ég, sem ekki veit.  Hver er hugmyndafræði þeirra?

Ca­sa­Pound flokk­ur­inn, sem einnig sæk­ir í hug­mynda­fræði fas­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar...

Það gera allir flokkar á Íslandi svosem meira eða minna, og enginn kvartar.

Hver er annars stefna fasistaflokksins?  Nú, hún er á wikipediu (og víðar,) en ég sé að enginn hefur nennt að kynna sér hana, svo hér er hún: https://en.wikipedia.org/wiki/Fascist_Manifesto


mbl.is Nýfasistar með árásir á hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband