Klósettpappírinn er uppseldur í Bónus

Af því má draga þá ályktun að fólk hyggist bregðast við Kína-kvefinu með því að skíta oftar.  Svona á 90 mínútna fresti eða oftar yfir daginn.

Ekki er mér fulljóst hvernig fólk ætlar að bera sig að við þá iðju.  Ekki get ég ímyndað mér að það sé eðlilegt, svo fólk hlýtur að hafa hugsað sér að laxera.

Eiga apótekin miklar birgðir?  Hefur verið mikil eftirspurn nýlega?

Ég veit ekki hvrnig fólk ætlar að hafa þetta, ég er ekki inní þessum hugsunargangi.

Ef einhver getur útskýrt þetta eru allar skýringar vel þegnar.

Hver eru tengzlin milli þess að fá kvef og að þurfa vörubretti af klósettpappír?


Bloggfærslur 15. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband