Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son er listamaður

"Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að ríkið greiði tí­falt fleiri lista­mönn­um lista­manna­laun á kom­andi tím­um ..."

Sem er ekki það sem fyrirsögnin segir, enda hefur blaðamaður fallið í barnó.

"Sem stend­ur fá 325 lista­menn (af 1.544 um­sækj­end­um) rúm­lega 407.000 í laun í allt frá þrem­ur mánuðum til tólf á ári."

Fæstir þeirra skila nokkru.

Vinsælustu listamennirnir (þeir sem standa undir sér) eru ekki á þessum launum.  Þeir eru að borga fyrir þetta.

Einmitt: vinsælir listamenn borga fyrir laun óvinsælla listamanna.  Gott stöff, það.

"...legg­ur Ágúst Ólaf­ur til að fjöldi þess­ara launþega verði tí­faldaður, þannig að þeir yrðu um 3.500, og gjöld­in fyr­ir rík­is­sjóð yrðu því 6,5 millj­arðar."

Við ættum öll að sækja um þetta.  Meiri líkur en Lottó.

„Til að setja þessa tölu í sam­hengi,“ skrif­ar Ágúst Ólaf­ur, „er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu at­vinnu­leysi, um 2.000 manns, kost­ar rík­is­sjóð 6,5 millj­arða kr. eða það sama og kost­ar að tí­falda lista­manna­laun­in.“

Semsagt, allir atvinnulausir, eða a.m.k mikill fjöldi þeirra verða listamenn núna? 

"Hann held­ur því fram að það muni því spara hinu op­in­bera fé, frek­ar en hið gagn­stæða, að út­gjöld séu auk­in. Þar að auki skili auk­in um­svif lista­manna mikl­um fjár­mun­um í rík­is­sjóð."

Þetta er skáldskapur.  Fantasía, jafnvel erótísk.  Eins og ég sagði í fyrirsögn: Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son er listamaður.

Seðlabankinn er þgar byrjaður að prenta peninga, vitandi að það eru engir til í jafnvel nauðsynleg verkefni.

Q: "Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann."


mbl.is Leggur til tíföld listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband