Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son er listamaður

"Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að ríkið greiði tí­falt fleiri lista­mönn­um lista­manna­laun á kom­andi tím­um ..."

Sem er ekki það sem fyrirsögnin segir, enda hefur blaðamaður fallið í barnó.

"Sem stend­ur fá 325 lista­menn (af 1.544 um­sækj­end­um) rúm­lega 407.000 í laun í allt frá þrem­ur mánuðum til tólf á ári."

Fæstir þeirra skila nokkru.

Vinsælustu listamennirnir (þeir sem standa undir sér) eru ekki á þessum launum.  Þeir eru að borga fyrir þetta.

Einmitt: vinsælir listamenn borga fyrir laun óvinsælla listamanna.  Gott stöff, það.

"...legg­ur Ágúst Ólaf­ur til að fjöldi þess­ara launþega verði tí­faldaður, þannig að þeir yrðu um 3.500, og gjöld­in fyr­ir rík­is­sjóð yrðu því 6,5 millj­arðar."

Við ættum öll að sækja um þetta.  Meiri líkur en Lottó.

„Til að setja þessa tölu í sam­hengi,“ skrif­ar Ágúst Ólaf­ur, „er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu at­vinnu­leysi, um 2.000 manns, kost­ar rík­is­sjóð 6,5 millj­arða kr. eða það sama og kost­ar að tí­falda lista­manna­laun­in.“

Semsagt, allir atvinnulausir, eða a.m.k mikill fjöldi þeirra verða listamenn núna? 

"Hann held­ur því fram að það muni því spara hinu op­in­bera fé, frek­ar en hið gagn­stæða, að út­gjöld séu auk­in. Þar að auki skili auk­in um­svif lista­manna mikl­um fjár­mun­um í rík­is­sjóð."

Þetta er skáldskapur.  Fantasía, jafnvel erótísk.  Eins og ég sagði í fyrirsögn: Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son er listamaður.

Seðlabankinn er þgar byrjaður að prenta peninga, vitandi að það eru engir til í jafnvel nauðsynleg verkefni.

Q: "Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann."


mbl.is Leggur til tíföld listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Peningaprentun setur af stað verðbólgu. Verðmætamengið stækkar ekkert við að starta prentvélunum, þetta þynnir bara verðgildi peninganna út.  Mugabe var duglegur við þetta, við virðumst vera komin með einn slíkan í Seðlabankann. Hann fullyrðir að prentunin muni ekki valda verðbólgu en ef ekki þá slær þetta amk á verðhjöðnun sem ella hefði orðið. Sparifjáreigendur sem eru með litla sem enga vexti á innistæðum sínum blæða þar sem fjármunirnir étast upp í verðbólgu. Samt borga þeir fjármagnstekjuskatt af neikvæðum raunvöxtum.

Örn Gunnlaugsson, 13.4.2020 kl. 14:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú skilur þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.4.2020 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband