24.6.2020 | 23:56
Það góða við málþóf...
Er að þá kemur ríkið engu í verk.
"Samvinnuverkefni um vegafrmkvæmdir" er td mjög spúkí: https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html
"Samvinnuverkefni: Verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun í heild eða að hluta eða tekur með öðrum hætti áhættu af gerð og rekstri opinbers mannvirkis, eftir atvikum með heimild til gjaldtöku fyrir notkun mannvirkisins á rekstrartíma."
og: "Veggjald: Gjald sem greitt er fyrir rétt til að nota tiltekinn veg eða vegarkafla, á tilteknum tíma í tiltekin skipti."
Frumvarp um veggjöld. Því við borgum víst ekki nóg fyrir vegina.
Við eigum hauk í horni hjá Miðflokknum.
![]() |
Enn ósamið um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2020 | 23:25
Það er ekki mikið að marka Evrópusambandið, frekar en venjulega
Mesta hryðjuverkaógnin innan Evrópusambandsins stafar af jihadistum og öfga-hægri hryðjuverkamönnum. Frá þessu er greint í skýrslu Evrópusambandsins um hryðjuverk, sem birt var í gær.
Það stafar ekki meiri hætta af þessum "hægri öfgamönnum" en svo að maður heyrir ekkert um þá. Annað en draugasögur af MBL, RÚV og Vísi.
Islamskir ofbeldismenn halda uppi fjörinu.
Heildarfjöldi árása lækkaði frá síðustu árum, og er lækkunin rakin til fækkunar á árásum tengdar þjóðernis- eða aðskilnaðarhreyfingum, m.a. á Spáni og í Frakklandi.
Baskar eru semsagt hægri-öfgamenn. Samkvæmt MBL.
Þar að auki voru öfga-hægri árásir í Christchurch í Nýja Sjálandi,
Samkvæmt manifestoi þess ágæta hryðjuverkamanns, þá var hann ekki hægri-sinnaður; hann sagði hreint út að hann væri sósíalisti; fasisti, umhverfisverndarsinni og á móti almennri skotvopnaeign (vegna þess að auðvitað.) Hans orð, ekki mín.
Hann var svona eins og Gollum Thunberg stelpan þarna.
Ef þú ert sósíalisti getur þú ekki verið hægri, og síst af öllu öfga hægri.
Textinn hans ætti að vera til einhversstaðar á netinu. Fact checkið endilega.
Þá jukust einnig öfga-vinstri árásir á árinu 2019, og voru þær allar bundnar við Grikkland, Ítalíu og Spán, og voru yfirleitt tengdar ofbeldisfullum mótmælum og átökum við öryggissveitir.
Nú? Telja þeir Þýzkaland þá ekki með? Svo eitt tilvik sé nefnt. Það er meira. Það er ekki talað um þetta. Þessu hefur verið sleppt í skýrzlunni. Spurning hversu mikið er að marka hana þá. Vinstri-öfgasamtök eru mikil plága í Þýzkalandi og Austurríki. Sem er viðeigandi, þau þekktustu eru þaðan.
Hitler var jú Austurrískur. Og Marx þjóðverji. Allskyns vinstri öfgamenn hafa stutt að sækja illsku hugmyndir sínar. Þær lifa enn, sjáið bara hvað er í gangi í USA núna. Menn eru að rífa niður styttur af fornum pólitískum andstæðingum eins og Abe Lincoln.
Aðstæður á stríðshrjáðum svæðum utan Evrópu hélt áfram að hafa áhrif á hryðjuverkaástand innan álfunnar, en sjö hryðjuverkaárásir tengdar jihadisma voru framkvæmdar í Evrópu árið 2019, en komið var í veg fyrir fjórtán slíkar árásir á árinu.
Sem þýðir: hryðjuverkamenn koma siglandi yfir miðjarðarhafið til að myrða Evrópumenn.
![]() |
Öfga-hægriárásum fjölgaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2020 | 16:54
Þú ert ekkert óöruggari í útlöndum
Það er helst ef þú ferð til USA, því mér skilst að þar séu menn að reyna að starta kommúnnista-byltingu.
Það tekur smá stund að ráða framúr því.
Kína-kvefið er miklu minna vandamál.
![]() |
Óráðlegt að ferðast erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2020 | 15:30
Fálkaorðan
Fálkaorðan er aldrei ekki veitt.
Pælum aðeins í því. Á hverju ári fær einhver Knoll fálkaorðuna fyrir vel unnin störf, því hann/hún/það vann hjá einhverri ríkisstofnun í 20 ár við að búa til hálsmen úr bréfaklemmum. Og einhver Tott fær fálkaorðuna fyrir að naga blýanta listilega í 25 ár. Og Ding & Batt fá hvor um sig orðu fyrir störf í þágu framþróunar á verklagssviði ryksöfnunar í 18 ár, sem enginn tók eftir.
Svo, fimmta hvert ár kannski, þá fær einhver Þórður fálkaorðuna fyrir að hafa bjargað 12 manns úr sjávarháska.
Og ég hugsa: hvað hugsa þau Knoll, Tott og félagar, sem eru að fá mikilvæg verðlaun fyrir að hafa safnað ryki listilega á kostnað almennings alla sína lífstíð, engum til framdráttar, á meðan þarna stendur gaur sem hefur unnið sér inn *sömu verðlaun* fyrir að njarga 12 lífum, sem leiðir til að fjöldi barna kynnist feðrum sínum, og kannski tvær tylftir nýs fólks kemst á legg.
Sömu verðlaun eru veitt fyrir eitthvað, og fyrir ekkert.
Hvorum líður fáráðlega, Knoll og Tott eða Þórði?