28.9.2022 | 22:36
Þegar þingið er svo bilað að maður verður sammála Pírötum:
"Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist mótfallin öllum ákvæðum nema einu í nýju frumvarpi sem á að veita lögreglu auknar og forvirkar rannsóknarheimildir."
Það er öruggleg líka vafasamt ákvæði.
Það sem er mjög skýrt í þessu frumvarpi er að þessar rannsóknarheimildir, sem verið er að leggja til að lögreglan fái, beinist að fólki sem er ekki grunað einu sinni um að vera að undirbúa brot, segir Þórhildur Sunna í samtali við mbl.is.
Til hvers?
Það er það sem er óhugnanlegast við þetta. Viljum við að lögreglan fái heimildir til að njósna um fólk sem ekki er grunað um að gera neitt saknæmt?
Hlýtur að vera. En til hvers? Hvað er svo mikilvægt við að njósna um random menn? Hvað ætlar rikið eiginlega að gera af sér í framtíðinni?
Það sem lögreglan getur gert er að hún getur fengið ábendingu einhvers staðar frá um að einhver sé með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Er það nóg samkvæmt þessum drögum að nýju frumvarpi til að lögreglan geti elt einstakling eða hópa á milli staða. Hún má taka af viðkomandi myndir og myndbönd án þess að viðkomandi viti af því og má afla allra upplýsinga um fólk frá opinberum stofnunum, þar með talið heilbrigðisstofnunum, segir Þórhildur.
Þetta verður misnotað grimmt af allskyns skúrkum. Ég sé fyrir mér til dæmis forræðisdeilur, eða jafnvel einfaldir skilnaðir sem geta endað með því að einstaklingar eða heilu fjölskildurnar verði fyrir stanslausum njósnum lögreglu bara vegna þess að einhver er í fýlu.
Eða í nágranna-erjum. Eða sem prakkarstrik. Eða bara af almennri fúlmennsku.
Það mun gerast, verið viss. Þetta verður 99% notað þannig.
Þá kemur fram að lögreglu verði heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á opnum vefsíðum, þar með talið á samfélagsmiðlum, umferð þar og einstaklingum. Lögreglan má þá vakta staði sem hún telur vera líklegri til að verða vettvangur afbrota.
Sem verður mögnuð sóun á tíma lögreglu. Og pening skattborgara.
Þórhildur segist ósammála öllum ákvæðum í drögunum sem birt voru í samráðsgátt í vor, nema einu, sem lögfestir rétt lögreglu til að vopnbúast.
Framtíðin er: þú átt kött. Nágrannanum mislíkar það, tilkynnir þig sem hryðjuverkamann, og lögreglan njósnar um þig í nokkra mánuði og skýtur þig svo. Og köttinn.
Og á meðan lögreglan er á fullu að njósna um eitthvert kaffistofuspjall unglinga og gera 3D prentara upptæka, þá verður létt verk fyrir raunverulega stórglæpamenn að vaða um og gera það sem þeim sýnist.
Þórhildur gagnrýnir einnig að ekkert raunverulegt, sjálfstætt eftirlit sé haft með störfum lögreglu hér á landi.
Þetta er auðvelt að laga. Gerið þetta bara að fógetaembættum, eins og sumstaðar í USA. Fógetar eru kosnir, og verða þess vegna að hegða sér vel. Sem er mjög ódýrt og effektíft eftirlit.
Ég býð lausnir, ég.
Svo eru fólk hissa á mikilli hægri-sveiflu í Evrópskri pólitík.
28.9.2022 | 18:55
Eitthvað af þessu verða þekktar heimsbókmenntir einn daginn.... kannski.
Hvers vegna erum við að þessu?
Já... langt.
Hef ekki einu sinni heyrt um neitt af þessu áður.
Þetta ku vera kristilegt.
Fræðandi.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)