Þegar þingið er svo bilað að maður verður sammála Pírötum:

Þetta er ekki hugsað:

"Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, seg­ist mót­fall­in öll­um ákvæðum nema einu í nýju frum­varpi sem á að veita lög­reglu aukn­ar og for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir."

Það er öruggleg líka vafasamt ákvæði.

„Það sem er mjög skýrt í þessu frum­varpi er að þess­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir, sem verið er að leggja til að lög­regl­an fái, bein­ist að fólki sem er ekki grunað einu sinni um að vera að und­ir­búa brot,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna í sam­tali við mbl.is.

Til hvers?

„Það er það sem er óhugn­an­leg­ast við þetta. Vilj­um við að lög­regl­an fái heim­ild­ir til að njósna um fólk sem ekki er grunað um að gera neitt sak­næmt?“

Hlýtur að vera.  En til hvers?  Hvað er svo mikilvægt við að njósna um random menn?  Hvað ætlar rikið eiginlega að gera af sér í framtíðinni?

„Það sem lög­regl­an get­ur gert er að hún get­ur fengið ábend­ingu ein­hvers staðar frá um að ein­hver sé með tengsl við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Er það nóg sam­kvæmt þess­um drög­um að nýju frum­varpi til að lög­regl­an geti elt ein­stak­ling eða hópa á milli staða. Hún má taka af viðkom­andi mynd­ir og mynd­bönd án þess að viðkom­andi viti af því og má afla allra upp­lýs­inga um fólk frá op­in­ber­um stofn­un­um, þar með talið heil­brigðis­stofn­un­um,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Þetta verður misnotað grimmt af allskyns skúrkum.  Ég sé fyrir mér til dæmis forræðisdeilur, eða jafnvel einfaldir skilnaðir sem geta endað með því að einstaklingar eða heilu fjölskildurnar verði fyrir stanslausum njósnum lögreglu bara vegna þess að einhver er í fýlu.

Eða í nágranna-erjum.  Eða sem prakkarstrik.  Eða bara af almennri fúlmennsku.

Það mun gerast, verið viss. Þetta verður 99% notað þannig.

Þá kem­ur fram að lög­reglu verði heim­ilt að fylgj­ast með og skrá upp­lýs­ing­ar um það sem birt­ist á opn­um vefsíðum, þar með talið á sam­fé­lags­miðlum, um­ferð þar og ein­stak­ling­um. Lög­regl­an má þá vakta staði sem hún tel­ur vera lík­legri til að verða vett­vang­ur af­brota.

Sem verður mögnuð sóun á tíma lögreglu.  Og pening skattborgara.

Þór­hild­ur seg­ist ósam­mála öll­um ákvæðum í drög­un­um sem birt voru í sam­ráðsgátt í vor, nema einu, sem lög­fest­ir rétt lög­reglu til að vopn­bú­ast.

Framtíðin er: þú átt kött.  Nágrannanum mislíkar það, tilkynnir þig sem hryðjuverkamann, og lögreglan njósnar um þig í nokkra mánuði og skýtur þig svo.  Og köttinn.

Og á meðan lögreglan er á fullu að njósna um eitthvert kaffistofuspjall unglinga og gera 3D prentara upptæka, þá verður létt verk fyrir raunverulega stórglæpamenn að vaða um og gera það sem þeim sýnist.

Þór­hild­ur gagn­rýn­ir einnig að ekk­ert raun­veru­legt, sjálf­stætt eft­ir­lit sé haft með störf­um lög­reglu hér á landi. 

Þetta er auðvelt að laga.  Gerið þetta bara að fógetaembættum, eins og sumstaðar í USA.  Fógetar eru kosnir, og verða þess vegna að hegða sér vel.  Sem er mjög ódýrt og effektíft eftirlit.

Ég býð lausnir, ég.

Svo eru fólk hissa á mikilli hægri-sveiflu í Evrópskri pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband