Ágætasta mál, en...

$50 á únsu?  Ja... hvað kostar eiginlega svona únsa hjá gæjanum á horninu?  Hvað reykja svo þessir stónerar mikið í einu?

Nú veit ég það ekki.

Nú verða þeir samt að kunna sér hóf í skattlagningunni ef þeir vilja fá eitthvað í kassann, því það er ekki eins og það séu einhver eldflaugavísindi að rækta þetta stöff bara.

Næst legg ég til að þeir lögleiði Heróín aftur, og Kókaín.  Til að hafa vídd í þessu.  Þá geta þessi 1.5-2 % af þýðinu sem hafa áhuga á neyzlu bara stundað hana í friði og hætt að angra okkur hin með innbrotum og öðru veseni.


mbl.is Skrefi nær skattlagningu á maríjúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Af hverju ætti innbrot og "vesen" að hætta þó Heróín og Kókaín verði leyft? Hætta neytendur að þurfa að fjármagna neyslu sína eða hvað?

Páll Geir Bjarnason, 14.1.2010 kl. 17:05

2 identicon

Það á alls ekki að lögleiða kókaín og heróín, þessi efni er stórhættuleg og valda fólki óumdeilanlega miklum skaða og öðrum í kringumþað. hinsvegar gera cannbisefni það ekki.

innbrot og annað "vesen" myndi líklegast ekki minnka ef að hörðu fíkniefnin væru lögleidd þar sem, eins og Páll segir, þurfa fíklarnir ennþá að fjármagna neyslu sína.

cannibsreykingar eru hinsvegar ekki ávanabindandi, ekki nema andlega, líkt og áfengi. þeir "stónerar" sem ég þekki hafa ekki lent í því að þurfa að brjóta af sér til að "fjármagna neylsu sína" þeir einfaldlega eyða ekki meiri pening í þetta en hver annar maður eyðir í áfengi.

en af hverju er þetta þá bannað? jú, það eru fordómar. ef að áfengi væri uppgötvað núna yrði það tafarlaust sett á bannlista yfir eiturlyf og vímuefni og neytendur þess væru sagðir ógeðslegir dóbistar sem svífðust einskis og væri ekki hægt að treysta.

Þórir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:57

3 identicon

annar punktur til stuðnings lögleiðingu á cannabisefnum er aðskilnaður á þessu væga vímuefni frá þeim hörðu, á borð við heróín, barbitúröt og önnur raunverulega skaðleg efni (ég er ekki að segja að cannabis sé skaðlaust, það er bara ekkert mikið skaðlegra heldur en áfengi).

núna eru þeir sem selja cannabis efni oftast nær einnig að selja harðari efni, á borð við amfetamín og allt að kókaín og heróín. ef að sala cannabis yrði lögleidd væri allt of mikið vesen fyrir þá sem selja cannabis að standa í því að redda sér svo ólöglega hinum efnunum og selja þau undir borðið í verslununum sínum, ríkið myndi (vonandi) hafa of mikið eftirlit með þeim.

þá væri cannabis ekki lengur, eins og það er oft sakað um, "gateway drug" fyrir harðari efnin. það er, fólk væri ekki að fara að færa sig frá því yfir í önnur efni, því það gerist engöngu þegar dílerar bjóða þeim eitthvað "sem er meira skemmtilegt".

þetta hefur sýnt sig klárlega í Hollandi, þar sem heróínneysla og neysla annarra harðra efna heyrir næstum því sögunni til - nema hvað varðar túrista.

og, já, meðalgrashaus reykir að meðaltali 1-2 gramm í hvert skipti. til er í dæminu að harðari menn reyki meira, og þeir sem eru nýbyrjaðir þurfa varla meira en 1/3 úr grammi.

Þórir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 19:02

4 identicon

Ástæða fyrir gríðarlega háu verði á eiturlyfjum er útaf því þau eru ólögleg.

Framleiðslu kostnaðurinn fyrir þessi efni er nú ekki mikil. Það er jafn dýrt að rækta kókaín og ópíum plöntur og það er að rækta tómata.

Hinsvegar þegar seljendur þessara efna þurfa að smygla þeim til  landsins gegnum rassgatið á sér og þurfa stanslaust að vera á varðbergi til þess að vera ekki gómaðir þá augljóslega hækkar verðið gríðarlega.

Í sumum löndum t.d. Hollandi og Portúgal geta sprautu fíklar fengið þau efni og áhöld sem þeir þurfa ókeypis frá ríkinu, og hefur sú stefna heppnast vel, bæði fíklum og glæpum hafa fækkað á milli ára.

Það er algeng lygi hér á landi meðal þeirra sem vilja halda þessum efnum bönnuðum að stefnan í Hollandi,Sviss,Portúgal  hafi misheppnast. Það er einfaldlega ekki rétt.

Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 19:27

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Pælið í þessu, ef öll fíkniefni yrðu leyfð og seld á slikk af ríkinu þá gæti fólkið sem notar þáu sér til skemmtunar í örfá skipti á ári eða mánuði gert það án hræslu við að vera innbyrða einhvern óþvera. Þeir sem verða háðir efnum verða háðir því sem þeir eru að gera, skiptir engu máli hvaða nafni það kallast, sumt fólk er fíklar og aðrir ekki, sumir þurfa alltaf meira meðan aðrir vilja ekki meira en eina kvöldstund.

Fíklar fremja glæpa til að verða sér um pening til að kaupa rándýr efni, þeir ræna fólk út á götum, þeir brjótast inn til fólks, allt í von um að redda pening fyrir næsta skammti.

Bannið viðheldur glæpum, ef ekkert er bannið þá er engin ástæða til þess að fremja glæpi.

Prufið að setja þessa hluti í samhengi.

Áður en fíkniefni voru bönnuð þá voru glæpir í algjöru lágmarki og þegar bannið tekur gildi þá verður sprenging í þeim.

á ári hverju eru um 2 milljónir einstaklinga dæmdir fyrir fíkniefni í BNA, einn stærsti iðnaðurinn þar er í kringum fangelsin. Þeir vita alveg að þeir eru á rangri braut, en geta ekki stoppað því þeir telja að það setji efnahagslífið á annann endann.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 22:56

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Af hverju ætti innbrot og "vesen" að hætta þó Heróín og Kókaín verði leyft? Hætta neytendur að þurfa að fjármagna neyslu sína eða hvað?

Páll Geir Bjarnason, 14.1.2010 kl. 17:05

Þeir þurfa ekki að brjótast inn heima hjá þér vegna þess að þeir munu geta fjármagnað neysluna sína með bótunum sem þeir fá. Og áður en þú prumpar á þig, þeir eru þegar á bótum þannig að ekkert breytist nema að glæpum snarfækkar, vaknaðu kallinn minn, vaknaðu.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 23:06

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Framleiðzlukostnaður á heróíni og kókaíni er í raun mjög lágur.  Hvort efnið um sig þarf ekkert að kosta meira per kíló en hunang, með skattlagningu.

Sem þýðir, eins og Tómas hér hefur bent á, að jafnvel verstu fíklar hefðu ekki undan að dæla í sig þeim efnum sem þeir fengju fyrir dúsuna sína.

"Gateway drug" er þjóðsaga.  Þú annað hvort ert fæddur fíkill eða ekki.  Ef þjóðsagan stæðist, þá væri brennivín "gateway dröggið," og við værum öll meira og minna á heróíni þess vegna.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.1.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband