Samdi RÚV þá júróvisjón-lögin?

Þetta fólk sem kemur fram í keppninni eru þá bara leikarar sem þykjast hafa samið þessi lög, en í ruan var það einhver nefnd á vegum RÚV sem vann inni í dimmum, reykfylltum kjallara sem samdi öll þessi lög.

Eða, það er það sem verður að hafa gerst til þess að RÚV sé stætt á þessum hótunum.  Kannski hafa höfundarnir afsalað sér réttinum?

Vekur upp spurninguna, hve margir á vegum fyrirtækis þurfa að hafa komið að málinu til þess að enginn einn sé höfundurinn.


mbl.is Spilar Eurovision-lög þrátt fyrir hótanir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta skammarlegur yfirgangur í ríkismiðlinum, hvort sem það er gegn höfundum að heimta að þeir afsali sér réttindi, eða gegn Kananum að þykjast geta bannað útvörpun á lögunum.

Skammarlegur viðbjóður.

Jón Flón (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:05

2 identicon

Afsakið, þarna vantaði orðið "er" og svo beygði ég "réttindi" vitlaust, er þar á að sjálfsögðu að standa "... heimta að þeir afsali sér réttindum...".

Jón Flón (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:06

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hver skrifar svosem rétt nú til dags?

Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: Jón Arnar

Lögin eru auðfánleg/heyranleg á vefnum útum allan heim þannig að RUV liðið getur bara haldið kj***i

Jón Arnar, 29.1.2010 kl. 16:07

5 identicon

Dálítið merkilegt viðhorf að telja það sjálfsagt að þegar einhver hefur greitt vænar summur fyrir einkarétt á flutningi tónverks um tiltekinn tíma að aðrir megi sölsa það undir sig og flytja án greiðslu.  Það er nú einu sinni Rúv sem heldur þessari keppni úti.  Mætti líkja við að ef einhver greiddi höfundi bókar fyrir birtingarrétt á henni um tiltekinn tíma kæmi annar og ljósritaði og gæfi bókina út á sama tíma og sá sem greiðsluna innti af hendi og í beinni samkeppni við hann.  Hálf er ég hræddur um að það þætti ekki par siðlegt.  Ætti eitthvað annað að gilda um tónlist?

En til allrar guðslukku gilda lög í þessu landi, þótt margur efist svosem um það, og sennilega ætti Einar Bárðarson að skipta um lögfræðinga ef þeir sem hann skiptir við halda að þetta atferli sé í lagi.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 16:09

6 identicon

Einar Bárðarson Umboðsmaður Íslands kallar ekki allt ömmu sína.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:37

7 identicon

Ég tek undir með Þorvaldi.

Hafa menn hér sem eru að gera athugasemdir kynnt sér hvernig höfundarréttur virkar? Það er t.d. ekki endilega víst (og mér sýnist ólíklegt) að höfundarnir hafi þessi lög skráð í gegnum STEF sem heldur yfirleitt utan um höfundarréttarmál fyrir höfunda. Það þarf tæknilega séð alltaf að sækja um leyfi til að spila alla tónlist en það gerist oftast nær sjálfkrafa í gegnum STEF. Ef einhver annar er að halda utan um réttinn, eins og t.d. RUV í þessu tilfelli sem hafa borgað höfundunum stórar fjárhæðir fyrir réttinn, á alltaf að sækja um leyfi til hans.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 12:44

8 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Lagaskilningur Sigurðar G Guðjónssonar er að þegar lögin hafa verið birt á netinu hafa þau verið gefin út og oðrin opinber. Kaninn greiðir fyrir flutning af útgefnu efni til Stef.

Ásgeir Páll Ágústsson, 31.1.2010 kl. 11:25

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En veit einhver ykkar eitthvað um þetta?  Ég spurði, og ég spyr enn, og enginn svarar.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband