Hvað ætli ríkið sé að tapa miklu á þessu?

Ég meina: það er ekki fræðilegur möguleiki á að Íslenskir dópistar séu að reykja allt þetta hey, svo það hlýtur að vera til útflutnings.

Ekki eru menn að þessu sér til skemmtunar, svo ég dreg þá ályktun að hér sé útflutningastvinnugrein í gangi, sem er að skapa fullt af gjaldeyri.

Og svo kemur löggan og rústar öllu saman.

Þjóðin er sennilega beint að verða fyrir tug, ef ekki hundruða milljóna króna skatttekjum af þessu.  Og það þó þetta sé ólöglegt.


mbl.is Kannabisræktun stöðvuð í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn geta líka verið að nota þetta í skiptum fyrir harðari efni.

xxx (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Viðskipti eru viðskipti, burtséð frá gjaldmiðlinum. Sé kenning þín raunin, þá er það gjaldeyrissparnaður.

Hvað fer mikið af pening út, og kemur svo aldrei inn aftur því það er stoppað í tollinum?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.2.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband