5.4.2010 | 22:08
Þetta er ekki góð auglýsing fyrir femínismann
Allt sem hér hefur átt sér stað er beint eftir steríótýpunni sem femínistar ættu helst að reyna að losna undan: að femínistar séu púrítanskt lið sem er ekki til eftirbreytni. Nákvæmlega sama liðið og reið húsum í Lúteskunni.
Tilvitnun:
"Jafnvel enn merkilegra er að þetta litla norræna land er fyrsta landið í heiminum sem bannar kjöltudans út frá femínískum sjónarmiðum en ekki trúarlegum.“
Rangt. Hér á landi er femínisminn trú. Ég get vitnað í því skyni í fréttablaðið hér um daginn, þar sem var löng grein eftir einhvern náunga í "kynjafræði," sem eftir lestur greinar hans er helst að skilja að sé trúflokkur af einhverju tagi. Það er algjört pain fyrir hvern þann sem hefur einhvern skilning á sálfræði að lesa þá grein.
Ekki vel til þess fallið að ýta undir neina virðingu, þetta. Nei. Fólk mun sjá okkur sem víti til varnaðar.
Ísland höfuðstaður femínismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.