Kjaftæði

Einar Mar telur stóru flokkana verða að fara í naflaskoðun á stöðu sinni og framtíð, ellegar geti orðið bylting í íslenskum stjórnmálum.

Not gonna happen.  Við gerðum ekki byltingu 2008, því skyldum við þá gera byltingu núna?

„Ríkisstjórnin er afskaplega veik og afskaplega löskuð og er að mörgu leyti óvinsæl,

Engin stjórn hefur nokkurntíma verið að öllu leiti vinsæl.

enda ekki við öðru að búast í því erfiða árferði sem ríkisstjórnin er að takast á við.

Erfiða árferði?  Það er engin afsökun fyrir afglöpunum sem þessir glópar hafa verið að stunda undanfarið.  Viljandi.

Og alltaf sama afsökunin: "við erum að hreinsa til eftir sjálfstæðisflokkinn."

Jæja?  Þeir hafa þá verið að dunda sér við að þrífa leirtauið uppúr skolpi undanfarið.

- Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra naut hún mikilla vinsælda hjá almenningi. Hún var stjórnmálamaðurinn sem fólkið treysti. Telurðu að Jóhanna sé búin að missa sambandið við þjóðina sem hún hafði?

Almenningi?  Hjá sumum.  Þessum standard 25-30%.  Hinum var slétt sama eða voru á móti henni, oft með jafn veikum rökum og þeir sem voru með henni.

„Já. Við getum sagt það. Jóhanna var þessi flekklausi baráttustjórnmálamaður sem hjólar í kerfið sem við vorum öll ósátt við. Hún kemst til valda en kerfið hefur ekki breyst nógu mikið að mati kjósenda.

Mér sýnist helst hún hafi afrekað að gera kerfið verra.  Nema þar sem hún hefur neyðst til að endurbæta það vegna yfirvofandi þjóðargjaldþrots geri hún það ekki.

Það sem gerðist eftir síðustu alþingiskosningar þegar kosningaþátttaka jókst frá síðustu kosningum [..] er að fólk hafði trú á að það væri hægt að breyta landinu. Þetta var nýja Ísland sem allir voru að tala um.

Sem sýndi svo hve gáfað fólk er: "Hey, breytum landinu!  Je!  Kjósum sama liðið aftur!  Jei!"

Sauðir.

Svo kemst vinstri stjórnin til valda en svo breytast stjórnmálin ekki neitt.

Auðvitað ekki.  Þeir fjarlægðu vinstri stjórn, og settu í staðinn stjórn sem var lengra til vinstri.  Ekki beint framför, það.

Það eru sömu vinnubrögðin áfram. 

Því þetta er sama fólkið!

Þannig að vinnubrögðin í íslenskum stjórnmálum hafa ekkert breyst og það held ég að sé megin ástæða þess að við sjáum að Besti flokkurinn mælist með 45% fylgi í Reykjavík.“ 

Gæti verið ástæðan, já.

Það sem ég og aðrir stjórnmálafræðingar hafa haft áhyggjur af er að kosningaþátttakan verði mjög lítil.

Byggt á?  Fólk gæti einmitt fylgt liði til að kjósa þennan furðufugl, Gnarr, yfir sig.  (Sem væri ekkert verra.  Ég meina, hvernig gæti hann verið verri?)

„Ég held að fólk vilji senda gömlu flokkunum fingurinn.“

Ef það vill gera það er eins gott fyrir það að mæta einmitt á kjörstað og krossa við Gnarr & Co.

„Það er erfitt að segja. Fjórflokkurinn hefur auðvitað verið ansi lífseigur og ég er ekkert að spá honum dauða.

Fólk er vant honum, á skildmenni í honum og vini, etc.  Og er alveg ógeðslega vitlaust.

Fyrirbærið er þess vegnaöflugra úti á landi, þar sem fólk þekkir persónulega liðið sem er í framboði.

Það er spurning hvað gerist. Ef stjórnmálaflokkarnir gömlu taka sig ekki verulega í gegn og fara í naflaskoðun og hætta þeirri hugsun að það sé eitthvað tímabundið að þvælast fyrir þeim, að þá gæti alveg orðið einhvers konar bylting í íslenskum stjórnmálum.“ 

Haha!

Bjartur.  Þetta er eitthvað tímabundið, grunar mig.  Tími byltingar er löngu liðinn.  Hún varð ekki.  Sem er slæmt, því við þurftum eina svoleiðis.  En stemmingin er búin.  Nú bíðum við bara eftir að kreppan fari af sjálfu sér - sem gerist ekki með núverandi stjórn.  Hún deyr úr elli innan 50 ára.  Þá reddast þetta kannski.

- Bylting er stórt orð. Hvað myndi felast í henni?

„Það er að segja að þá mundu nýir flokkar brjótast fram.

Það er ekki bylting fyrr en einhver kveikir í Alþingishúsinu og myrðir svona 200 manns, +/- 50.  Annað veldur ekkert neinni byltingu.  Allt annað er bara sama gamla, eða í besta falli hægfara þróun.

Bylting?  Gleymdu því, það verður ekkert svoleiðis.


mbl.is Gæti stefnt í byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vertu ekki of viss um það Ásgrímur!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 00:47

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Draumóramaður.  Ég mun skjóta upp flugeldum og skála í kampavíni ef það verður alvöru bylting hérna.

Mun ekki ske.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.5.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband