Og hverju veldur það?

Hærri fjármagnstekjuskattur:

Minni ástæða til að geyma fjármagn í bönkum.  Sem þýðir að bankar muni hafa minna haldbært fé. (Að öllu eðlilegu, en hér er og efur náttúrlega aldrei neitt verið eðlilegt.)

Hærri tekjuskattur lögaðila:

Tekjurýrnun lögaðila.  Fyrir þá sem geta verður enn meira freistandi að vinna svart.

Mér er ekki ljóst hvað auðlegðarskattur er, en grunar að það leggist á láglaunastéttir.  Það væri efitr öllu.

Hærri vörugjöld á áfengi:

Bruggið er byrjað aftur á fullu.  Það mun aukast, sem þýðir að ríkið mun verða fyrir meiri búsyfjum.

Hærri vörugjöld á tóbak: Því er mestmegnis smyglað inn hvort eð er.

Hærra kolefnisgjald á eldsneyti:

Meiri verðbólga.  Mjólkin verður dýrari.

Tekinn verði upp skattur á fjármálaþjónustu:

Visa verður dýrari.

Þetta miðar allt að lífskjararýrnun allra.  Nema þeirra sem brugga landa og smygla tóbaki.  Þetta verður gósentíð fyrir þá.


mbl.is Tillögur um hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Svona fer þegar menn kunna ekki á Excel og reikna línuleg skil með talnagrind og reglustriku!

Óskar Guðmundsson, 24.9.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Gunnlaugur Ásgeirsson

Alveg rétt, brugg, smygl og annað sem var vinsælt hér áður fyrr mun aftur ná sér á strik.

Auðlegðarskattur er „dulnefni“ yfir eignaskatt, fyndið sem það nú er. PR gúrúum VG hefur þótt það hljóma betur :-)

Gunnlaugur Ásgeirsson, 24.9.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband