Þetta er allt mjög þokukennt

Hún hvatti ungt fólk til að rísa upp gegn ofbeldi, fordómum, þjóðernishyggju og öfgahægristefnu.

Allt í lagi.  Sem leiðir til:

Í því sambandi vísaði hún einnig til atburðanna í Egyptalandi og Palestínu.

Hvaða atburða?  Meinar hún uppreisnarinnar í Egyptalandi?  Er hún með eða á móti?  (Ég á eftir að mynda mér almennilega skoðun á því máli, þar sem það er enn of seint að segja.  Þetta gæti verið framför, þetta gæti líka reynst hin mesta búsáhaldabylting.)

Og hvað með Palestínu?  Hvað nýtt var að ske þar sem ég hef ekki heyrt af?

Hún sagði ríkisstjórnina þurfa að „að beina sjónum sínum að ungu fólki sem er að berjast við atvinnuleysi, miklar skuldir, höft, neikvæðni, vöntun á hentugu húsnæði, lélegt almenningssamgöngukerfi, skerðingu á fæðingarorlofi. “

Sem svo skemmtilega vill til að ríkisstjórnin hefur valdið, viðhaldið eða aukið á undanfarin ár, jafnvel áratugi.

Það væri unga fólksins að vinna að slíkum breytingum og treysta á sjálft sig til að koma þeim til framkvæmda.

Ég er viss um að það er örugglega ólöglegt - nema það feli í sér leigu á gám og farmiða aðra leiðina til einhvers siðmenntaðs lands.


mbl.is Hvetur ungt fólk til breytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hún er að vitna í atburðin sem gerðist út í Útey í Noregi.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.9.2011 kl. 08:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Útey er í Palestínu?

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2011 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband