Þetta mál er ansi magnað:

Þessi gaur, Nubo, mætir og segist vilja kaupa land.

Létt verk hefði verið að fletta því upp í lögum, sjá að slíkt væri ólöglegt, og segja manninum það hreint út.  Það hefi ekki þurft að taka nema viku.

Honum var haldið á snakki í meira en mánuð.

Og svo segist hann ekki hafa talað við neinn á vegum Ríkisins.

Hvað skeður þá núna?  Verður þessi endanlega fældur burt með einhverjum aðferðum?


mbl.is Gagnrýnir vinnubrögð stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svikaverk sumra innan Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna eru augljóslega fjarstýrð frá einhverjum siðblindu-spillingar-höfuðstöðvum. Hvaða höfuð-stjórnsýslustöðvar skyldi vera um að ræða?

Eigum við að byrja á að kanna tilgang, og tortímandi verk matsfyrirtækja heims-ræningja-bankanna ofvernduðu, ólöglegu og siðspilltu? Það yrði svo sannarlega fróðlegt skoðunar-verk!

Ég minni á vef Jóhannesar Björns: vald.org. Hans síðasti pistill sem ég las þar, er frá 13 nóvember.

Förum að vakna til raunverulega lífsins!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2011 kl. 21:50

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

En hann sjálfur er ekki að sækja um að kaupa í sínu nafni heldur í nafni einhvers fyrirtækis sem ég man ekki hvað heitir...

Hann ætti kannski að prófa að sækja um sjálfur sem kaupandi og sjá hvað gerist... 

Mér finnst Ögmundur hafa tekið alveg rétt á þessu máli og mér persónulega finnst að það ætti ekki að koma til greina að það sé hægt að selja parta af Landinu Ísland út fyrir landsteinana og ætti að gera allt til að það sé stoppað. Það væri gaman að fá að sjá hverjir það eru sem hafa fengið undanþágur síðustu árin eða svo.

Mér finnst líka ekkert að því að leigja honum land til langstíma undir hótelið og það sem honum langar að gera í kringum það með loforði um áframhaldandi leigu svo lengi sem allt gengur vel og vel sé farið með landsvæðið sem hann þá fengi.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.12.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband