Ég segi pass

Þetta lítur ekki vel út.  Er virkilega enginn þarna úti sem hægt er að kjósa?  Þetta er allt sama liðið, og ef ekki sama liðið, þá eins lið.  Akkúrat það sem maður vill ekki fá aftur, og akkúrat ekki það sem maður vill fá í staðinn.

Þetta er eins og að fá súpu með flugu í, og kvarta, og fá þá að velja um í staðinn súpu með kakkalakka eða súpu með maurum.

Það eina góða í þessu er að vinstra liðið skiftir sér í fjölmargar ósamstæðar fylkingar, og mun þá vonandi ekki gera neitt annað en að rífast meira.  Sem er þjóðhagslega hagkvæmara en þegar þeim kemur saman.

Það mætti halda að það væri einhver bölvun á okkur, sem þjóð.


mbl.is Margir gætu hugsað sér að kjósa ný framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband