Af Vísi.is: AGS hatar Grikkland

Hvað annað getur þetta þýtt, ef satt er: http://visir.is/steingrimi-var-bodid-ad-gerast-fjarmalastjori-grikklands/article/2012120529976 ?

"Steingrímur sagðist hafa verið á göngunum eftir að hafa sótt fund hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum í Washington þegar hann hafi verið spurður hvort hann væri til í að „taka við" Grikklandi í sex mánuði."

Eins og Grikkir hafi það ekki nógu slæmt nú þegar.

Þetta rennir frekari stoðum undir þá skoðun mína að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ætli sér ekkert gott.  Fyrir hverja eru þeir eiginlega að starfa?  Hvað gengur þeim til með illvirkjum sínum?  Hver græðir á þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju í ósköpunum tekur hann þetta ekki að sér, við værum guðs lifandi fegin að losna við hann.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 17:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hver ætli hafi spurt - yfirræstitæknirinn á göngunum?

Þeir eru gamansamir þarna vestra. :)

Kolbrún Hilmars, 20.5.2012 kl. 18:56

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki frekar ástæða til að velta fyrir sér hvort einhver hafi raunverulega spurt Steingrím þessarar spurningar, Kolbrún?

Er ekki líklegra að þetta sé bara einn af dagdraumum Steingríms, hann lifir jú í draumaheimi þar sem hann er mestur snillinga allra tíma!

Gunnar Heiðarsson, 20.5.2012 kl. 19:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, ef enginn gefur sig fram og staðfestir söguna þá er Steingrímur í slæmum málum...

Kolbrún Hilmars, 20.5.2012 kl. 20:09

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta eru líka góðar kenningar.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.5.2012 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband