21.10.2012 | 18:04
Siðmennt misskilur þetta
Vissulega snýst þetta um trú, en ekki á þann hátt sem þeir halda.
Kirkjan kveikti í sínu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Bewildering stories Heimsbókmenntir
- Infowars Bannaðir á Facebook því það er of mikið að marka þá
Fyrir siðmenninguna
- Gruppa Company Kalashnikov Þjóðsagnakenndur vopnaframleiðandi
- Siggi Framleiðendur hágæða skotvopna
- Tikka Framleiðendur einfaldra veiðiriffla
- FN Vopn Evrópu
- Joe Rogan spjallar við Donald Trump Joe Rogan spjallar við Donald Trump á youtube
- Russell Brand á Rumble Skoðið þetta, og sjáið hvers vegna brezka ríkið vill þagga niður í honum
Áhugaverðar fréttir
- Hunter Biden E-mail skandall Þetta er ritskoðað á Twitter & Facebook, svo þetta hlýtur að ver rétt.
Skáldsögur
- Error Saga um mann sem týnist illilega í kerfinu (áður útgefið á BwS á ensku)
- Úti að borða með yfirstéttinni Grillveizla framtíðarinnar
- In the Realm of Carnal Horror - hljóðbók Happy Kitten Horror
- Hljóðbók Á ensku
- Þrjátíu & ein nótt Alveg einstaklega góð bók, eftir mig.
- Dagný Besta glæpasaga sem skrifuð hefur verið á Íslensku
- Óhugnaðardalurinn Vísindaskáldsaga sem gerir ráð fyrir því að Reykjavík fari ekki á hausinn í framtíðinni
- Fimm furðusögur smásagnasafn
- Dauðinn úr skel Bók um fólk í sóttkví... útgefin 2019
- Undan Ströndum Portúgal Jarðarför veldur vandræðum
- Í Eldlínunni Glæpasaga á léttu nótunum
- Harðjaxlar í London Merkilegasta og besta bók sem skrifuð hefur verið
- Ævintýri í Loca Lori Eyðimörkinni Allskyns læti í eyðimörk.
Tölvur & Internet
- Netvafrari Einn sá besti í augnablikinu
- Betra stýrikerfi MS njósnar bara um þig, en ekki Linux
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 70
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 476
- Frá upphafi: 480384
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 411
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frá upphafi vega virðist sem manneskjan hafi haft þörf fyrir einhverskonar trú.
Til að breyta því þarf sterkari rök en félagar í Vantrú hafa yfir að ráða. Málflutningur sem byggir á lítilsvirðingu við aðrar skoðanir hefur sjaldnast náð miklu eða langvarandi flugi nema ef vera skyldi í Þýskalandi millistríðsáranna. Félagar í Vantrú hafa því miður dottið í þá gildru að álíta sína skoðun þá einu réttu og skoðanir annarra því léttvægar. Merkilegt hvað sagan getur endurtekið sig.
Kannski þeir þurfi bara að sætta sig við að vera í minnihluta og ástunda sína vantrú og leyfi öðrum að halda sinni trú í friði án frekari afskipta.
Þó er ég hóflega bjartsýnn á að svo verði.
Hjalti Tómasson, 21.10.2012 kl. 18:32
Þarf þessi félagskapur að gera lítið úr fólki sem mætir á kjörstað og kýs? Mér finnst þetta fólk mjög sorglegt. Ég hreinlega hef samúð með þeim í þeirra erfiðleikum.
Finnur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:23
Það er klárt mál að kirkjan á Muslimum mikið að þakka hvernig þessi kosning fór.
Teitur Haraldsson, 21.10.2012 kl. 19:27
Það er nú ansi langsótt skýring Teitur minn. Við megum ekki gera fólki upp skoðanir og lítisvirða vilja meirihlutans. Þeir í Vantrú og aðrir á þeirri línu verða bara að sætta sig við að það er til fullt af fólki sem á lífsgleði og lífshamingju. Það er bara ekkert flóknara en það sem betur fer.
Einar B. (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:31
Sammála því Einar.
Er ekki að segja það.
En þeir sem láta sig þetta málefni litlu skipta held ég að hafi farið því þetta skiptir máli.
Teitur Haraldsson, 21.10.2012 kl. 19:33
Er þetta ákvæði ekki að tala um skil milli ríkis og trúar? Við förum að verða með seinustu löndunum til að hafa aðskilnað, meirasegja Noregur var að samþykkja aðskil.
En meirhlutinn virðist hafa talað og eiginlega bara ekki orð um það meir :P landinn hefur sagt sitt =)
Ragnar (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:41
Einar B. ertu semsagt að segja að fólk sem trúir ekki á þinn guð er ekki með lífsgleði og lífshamingju? og Hjalti Tómasson þú segir nákvæmlega það sem vantrú vill að þið sinnið ykkar trú í friði og við sinnum engu í friði múslimar sinna sínu í friði og það tengist ríkinu og þjóð ekki neitt enda ekki trúarlegur viðburður inná þingi né í stjórnarskrá! Og rökin sem vantrú er með eru ekki í minnilhuta jú á íslandi þar sem 100.000 manns kusu en öll hin löndin? eru þau vitlausari en þú. Ekki var hálvitar og tala í þversögnum farið og biðjið fyrir betra eftirlífi og látið fólk í friði!
Andri Heimir (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:11
Andri Heimir. Þú verður bara að sætta þig við niðurstöður meirihlutans þrátt fyrir að þú vitir meira en "meirihlutavitleysingarnir". Svo var ég ekki að segja að þeir hafi ekki lífshamingu eða lífsgleði. Það er þinn skilningur. Látt þú svo meirihlutann í friði og sættu þig við þína minnihlutaskoðun.
Einar B (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:20
Ég held að Teitur sé búinn að ná þessu. Eins ó-PC og það nú er.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2012 kl. 20:29
Sagði ég einhverntíman vita meira en "meirihlutavitleysingar" nei. Ekki leggja mér orð í munn og ef mín hugmynd er svona kolröng og í miklum minnihluta afhverju er meirihluti alheimsins ekki með þjóðtrú í stjórnarskrá ! úff gríðarlegur minnihluti sem ég tilheyri....... hættu að horfa á þig sem stóran fisk á lítilli tjörn og sjáðu að þú ert lítill fiskur og stóru hafi. Við erum rétt rúmlega 300.000 þúsund á þessu landi það eru rúmlega 7 milljarðir manna í heiminum. Og meirihluti þeirra eru sammála mér. Og alls ekki taka þessu sem dissi á þína trú gjörðusvovel tilbiddu ýmindaðan guð sem þú hefur ekki séð í heyrt mér gæti ekki verið meira drull. EKKI BLANDA STJÓRNARSKRÁNNI MINNI Í ÞETTA!!!!! það er svo afgerandi að það er fólk ekki sammála þessu. Jú þið unnið með 57 prósentum af þeim sem tóku sér afstöðu........ eiga þá hin 43 prósentin að bíta í súrt. úff núna verður þetta í stjórnarskránni.. Endalaus heilaþvottur. Eina sem ég bið ykkur um er að opna augun fyrir vitleysunni í ykkur. Og í "GVUÐANA BÆNUM" hættu að tala í mót við sjálfan þig! Og ef ég gæti hafið námskeið í 2 bekk í grunnskóla sem kennir mína hugmyndafræði hvað þá nasisma eða hvaða hugmyndafræði sem til er í heiminum kommunismi fasismi rasismi GOTT EÐA SLÆMT. Myndi ég fá "afgerandi meirihluta". Ekki taka stolt í heilaþvotti á börnum.
Andri Heimir (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 21:20
Andri Heimir. Ég vona bara að þú sért jafn hamingjusamur og ég. Ég óska þér alls hins besta.
Einar B. (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 21:41
Það er eitthvað bogið við þennan Andra Heimi. Læt vera skoðanir hans en framsetningin á þeim er ekki normal.
Heimir Andri (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 23:00
Ég hef verið trúlaus (eða þannig) frá því að ég hætti að trúa á ævintýri og barnasögur, en ég er ekki í vantrú, og virði að sjálfsögðu sjónarmið meirihlutans þó ég persónulega hefði viljað hina niðurstöðuna, tel enga nauðsin að binda einn trúflokk inn í stjórnarskrá og skil ekki þann tilgang. Og Einar og fleiri þá er ég hamingjusamur og elska lífið ekkert minna en þið þó að ég ákalli ekki ykkar guð og hræðist ekki ykkar djöfull (sem þið megið líka eiga með ykkar trú á hann)
Trúrhópar eru bara stundum þau illu öfl sem sundra mönnum og valda styrjöldum um allan heim, akúrat vegna hitans sem myndast stundum í umræðum og átökum (öfga) manna sem vilja neyða sinni trú á aðra. Munið að allar þessar biblíur eru jú skrifaðar af mönnum
Elskum friðin og auðvitað sat samskonar fólk heima og það fólk sem kaus og því er ekkert við það að athuga að meirihlutin fái að ráða þessu, það gengur bara betur næst því ekki erum við að tala um eilíðarstjórnaskrá (næstu 1.000 ár) :)
Siggi (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 00:19
Hjalti er með þetta. Trúleysingjar vilja einmitt að þið stundið ykkar trú í friði á eigin kostnað. En nú þarf ég áfram að borga undir ykkar hobbý. Ég er nokkuð viss um að ef spurningin hefði verið orðuð betur hefði niðurstaðan orðið betri fyrir alla. Spurningin hefði átt að vera svona: Vilt þú að ríkið styðji eina lífsskoðun umfram aðra? Ég er nokkuð viss um að niðurstaðan hefði orðið önnur.
Reputo, 22.10.2012 kl. 09:39
Sæll.
Vantrú ætti nú að halda sér til hlés eftir framkomu sína og HÍ gagnvart kennara nokkrum.
Ef Vantrú á svona erfitt með lífsskoðun annarra er það vandamál sem þeir aðilar verða að eiga við sig. Fólk getur valið hvort það er skráð í trúfélag í dag og þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eru því ekki að borga fyrir trú annarra. Félagar Vantrúar borga ekki fyrir mína trú eða trúleysi. Hverjir fjármagna annars þetta félag?
Annars er Vantrú í reynd í mótsögn við sjálfa sig. Einfalt dæmi: Nemar í háskólum landsins greiða bara lítinn hluta þess kostnaðar sem hlýst af námi þeirra. Skattgreiðendur borga restina. Af hverju mótmælir Vantrú því ekki? Er ekki um mismunun að ræða? Af hverju þurfa þeir sem aldrei hafa farið í háskóla og ætla sér aldrei að borga fyrir annarra manna nám? Af hverju eiga sumir að borga fyrir aðra?
Það kostar t.d. um 9 millur að mennta lækni hérlendis. Nýt ég t.d. góðs af námi einstaklings sem lærir til læknis hérlendis? Hér ber að hafa í huga að læknar vilja margir hverjir ekki starfa hér og því njóta íslenskir skattgreiðendur í litlu mæli sinnar fjárfestingar enda læknaskortur hérlendis.
Helgi (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 10:29
Er ekki allt í lagi Helgi? Ertu að bera saman þörfina á læknum og ríkisstyrktum trúarbrögðum? Þú veist greinilega ekki hvernig málum er háttað varðandi kirkjuna og ert því í raun óviðræðuhæfur í þeim efnum. En jú, ég borga fyrir þitt hobbý þótt ég sé skráður utan trúfélaga. Kirkjan fær um 5,2 milljarða á ári og þar af aðeins um 2,4 milljarða, að mig minnir, í gegnum sóknargjöld. Restina borga allir skattgreiðendur landsins hvort sem þeir eru skráðir þarna eða ekki.
Ok, ég ætla að taka slaginn á þessum vígstöðvum. Takt þú slaginn við menntun lækna hehehe, það verður áhugaverð barátta.
Reputo, 22.10.2012 kl. 11:23
Reputo, aðeins lítill hluti af háskólanámi er gagnlegt raungreina- og starfsstéttanám. Restin er kjaftafög, þar sem fólk er að læra til að gera kannanir og skýrslur sem enginn nennir að lesa og ekkert gagn er af. Heimspeki, félagsfræði, sagnfræði o.s.frv.
Þannig að það eru ekkert alvitlaus rök að bera saman Háskólann og kirkjuna hvað fjárlög varðar. Hinsvegar kaus ég gegn þjóðkirkjuákvæðinu þó ég telji mig kristinn, þar sem ég tel það vera mismunun gagnvart öðrum kristnum söfnuðum, eins og ókristnum og andkristnum.
Theódór Norðkvist, 22.10.2012 kl. 11:39
Já eins og ég segi að ef ykkur finnst á ykkur brotið með ríkisstyrktum háskóla að þá hvet ég ykkur bara til að vinna málstað ykkar fylgi. Mér finnst ekki á rétti mínum brotið hvað varðar HÍ nema hvað guðfræðideildina varðar sem ekki er akademísk fræði og á ekki heima í háskóla. En að bera saman HÍ og ríkiskirkjuna er samt fáránlegur samanburður og ekkert skilt hvort við annað nema hvað að peningarnir koma úr ríkissjóði. Þá má alveg eins tala um menntakerfið í heild sinni eða heilbrigðiskerfið og líkja því við ríkiskirkjuna. Þið hljótið að sjá fáránleikann í þessum samanburði.
Reputo, 22.10.2012 kl. 12:50
Ég sagði ekki að ég teldi brotið á mér með ríkisstyrktum háskóla, var einungis að taka undir sjónarmið Helga að hluta til, um að mjög mörgu mætti henda út úr fjárlögum, ef það ætti einungis að hafa það inni sem nýttist flestum (eða ákveðnni prósentu þjóðarinnar, t.d 70-80%.)
Ef þú ert á móti guðfræðideildinni hlýturðu t.d. að vera á móti heimspekideildinni, nema þeim hluta sem snýr að tungumálum. Auk þess eru flestir að mennta sig vegna þess að þeir ákveða það sjálfir og gera það til að byggja upp SÍNA EIGIN framtíð.
Fæstir eru að mennta sig í 10 ár til að gera ríkissjóð digrari þó vissulega geti aukin menntun aukið skatttekjur. En jafnvel hagnaðarsjónarmiðið eru vafasöm rök þegar verið er að réttlæta hin og þessi fjárútlát ríkisins.
Það er t.d. oft talað um að kvikmyndageirinn eigi rétt á stuðningi vegna þess að það skapar miklar afleiddar tekjur þegar stórstjörnurnar flykkjast hingað og það auglýsi landið. En hvers vegna á að styrkja kvikmyndageirann meðan sprotafyrirtæki í allskyns iðnaði fá nánast ekki neinn styrk?
Hvers vegna á sjálfstætt starfandi verkfræðingur sem borgar 25,5% VSK, að greiða niður skattgreiðslur gistiheimilanna sem borga aðeins 7% VSK?
Theódór Norðkvist, 22.10.2012 kl. 14:59
Afspyrnuskemmtilegt, eða öllu heldur sorglegt að lesa rök trúarmanna, þeirra sem vilja troða sínum skoðunum í stjórnarskrá og þröngva upp á alla.
Minnir mann á að sumum hefur farið fram hægar en öðrum þegar þeir gleypa 2000 ára gamlar barnasögur um víti og annað skemmtilegt.
Nýjar kynslóðir munu sem betur fer grafa þennan forna hugsunarhátt djúpt í jörðu, eða farast þegar einhver jesú eða múhameðsmaður kemst yfir gjöreyðingarvopn.
Axel (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 17:45
Það ferst enginn og jörðinn er í öruggum höndum Jesú (Múhameð eða einhverjum örðrum) trúa þeir trúuðu blint þó öll merki bendi til að við kálum okkur og stútum jörðini einn daginn, það er þá gott að halda sér í gamalt ævintýri og trúa því að það sé einhver þarna sem reddar þessu og tekur í taumana á endanum svipað og bankastjórarnir og útrásarliðið túði á samskonar kraftaverk rétt fyrir hrun
Siggi (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 21:00
Eruði enn að fleima hvorn anna hérna?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2012 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.