Þannig er það alltaf

"samverkandi þættir," á ég við.

"Unnið hafi verið eftir umferðaröryggisáætlun og fé veitt til rannsókna."

Niðurstöðurnar verða áhugaverðar. Annars - hefur þeim aldrei dottið í hug að skoða niðurstöður rannsókna í öðrum löndum? Þær eru oftar en ekki aðgengilegar á netinu.

Ég hef gluggað í nokkrar, og þær gefa til kynna að allt sem við heyrum á Íslandi sé lygi.

"Þá eru þættir eins og fræðsla, löggæsla og vegabætur einnig nefndir til sögunnar."

Fræðzla? Þjálfun, kannski. Löggæzla er dýr. Hugsanlega dýrari en að missa einn og einn í slysi. (Kalt mat - þetta er útreiknanlegt. Ekki rífast, finnið bara forsendurnar og byrjið að reikna.) Vegabætur eru ódýrastar.

Bara í peningum talið, athugið. Þegar ég sagði kalt mat, meinti ég það.

"Einnig segir að umferð hafi dregist saman."

Líklega það sem skýrir mest af þessu.

"Sérstaklega er tekið fram að á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut hafi engin banaslys orðið á árunum 2009-2011 vegna framanákeyrsla."

Voru ekki þessir vegir breikkaðir þar áður?

"Árlega verða á bilinu 150-200 alvarleg umferðarslys."

Þeim fjölgaði mjög skarplega árið 2008 í kjölfarið á mikilli herferð til að draga úr ökuhraða. (Og kreppu). Mig grunar að ég viti af hverju, en ég get því miður bara vísað í empírískar niðurstöður athugana frá 2 löndum máli mínu til stuðnings. Ekkert sem verður tekið mark á hér á landi, því miður.

""En hinsvegar má ekki gleyma að mannlegu mistökin vega hvað þyngst þegar kemur að orsökum umferðarslysa,“ segir Einar."

Deadly bilanir eru mjög sjaldgæfar - en annars "þegar kemur að orsökum?"

WTF?

Lærðu fokking íslensku.

"Hann tekur fram að starfsmenn Umferðarstofu hafi þá trú að umferðarmenning hér á landi hafi batnað á undanförnum árum."

Bíddu þangað til fólk fer að hafa efni á bensíni aftur. (Ef það gerist nokkurntíma... maður getur bara vonað.)

"Það stafi m.a. af aukinni fræðslu, svonefndu akstursbanni nýliða og bættu ökunámi."

Bætta ökunámið gerir ekki shit. (Ég hef enga ástæðu til að ætla það - það er ekki nema helst að akstur fer að verða elítu-iðn.)

"Þá sýni mælingar Vegagerðarinnar jafnframt að dregið hafi úr hraða á vegum landsins. Þetta séu aðeins nokkur atriði af mörgum sem nefna má sem áhrifavalda hvað aukið umferðaröryggi varðar."

Ég sé það á svipnum á ykkur að þið viljið ekki vita hverju það veldur.

"Ökumenn 15-24 ára ollu 30% banaslysa frá 1998-2011."

Þetta er og verður fasti. Ekkert nema útrýming mannkyns breytir þessu.

"„Fyrir nokkrum árum fórum við af stað með verkefni sem heitir „Svo kom það fyrir mig“ sem hefur staðið framhaldsskólunum til boða."

Vitiði hver Rousseau var?

Ekki?

Auðvitað ekki.


mbl.is Samverkandi þættir fækka banaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband