Skopskyn Svía er mjög vanmetið -

eða þeir eru fífl. Annaðhvort. Mér finnst samt jákvæðara að halda að þetta sé bara þeirra gerð af fyndni. Enda nokkuð skoplegt.

En:

Evrópusambandið, sem tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í dag, segir að Sýrland sé „blettur“ á samvisku heimsins.

Hvernig þá?  Gerði "heimurinn" eitthvað til að koma því skralli af stað, eitthvað sem ég hef ekki heyrt af? 

„Leyfið m´re að segja 

Innlsáttarvilla.  Klassi. 

„ástandi í Sýrlandi er blettur á samvisku heimsins og alþjóðasamfélaginu ber skylda til að taka á því.“

World Police?  ESB, fuck yeah! 

Barroso segir [...] sé hugur ESB hjá þeim sem um allan heim „leggja lífs sitt í hættu til að vernda gildi sem við kunnum að meta.“

Lítum framhjá innsláttarvillunni - hvaða gildi?  Mér er ekki ljóst hverjir eru að berjast, utan að aðrir eru með hjá sér einhverja kolklikkaða múslimska öfgamenn.  Það finnst mér einhvernvegin ekki benda til þess að verið sé að verja gildi sem ég, í það minnsta, kann að meta.

Sýrland kemur mér fyrir sjónir sem fasistar að berjast við aðra gerð af fasistum.  

Sem sagt, ekki nálægt því að vera nein gildi sem ég kann að meta.  Ég er með meira en nóg af fasistum hér, og sé ekki að heimurinn þurfi fleiri.


mbl.is Sýrland „blettur“ á samvisku heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband