Spáum aðeins í þessu rökrétt:

1: Bandaríkin eru full af byssum.
2: Bandaríkin eru full af fólki - Kanar eru 1000X fleiri en Íslendingar. Ca.
3: fyrir hvern einn íslending sem er óalandi og óferjandi eru 1000 slíkir í ameríkulandi.
4: alltaf þegar morðingi mætir til að myrða fólk og enginn er til að skjóta á móti heldur hann bara áfram þartil hann er uppiskroppa með fórnarlömb eða ammó.
5: lögreglan mætir alltaf þegar allir eru dauðir.

Vegna forsendu 1 eru draumórar að láta öll vopnin hverfa með lagasetningu. Einungis vinstri grænir myndu trúa að slíkt væri einusinni mögulegt. Sem leiðir af sér að það yrði eitthvað eftir af vopnum næstu 100 árin eða svo, jafnvel lengur, til taks fyrir hvern sem fyndi þau.

Vegna forsendu 2 eru líkur á að óalandi og óferjandi einstaklingar komi höndum yfir téð vopn. Meir líkur en að vinna lottóið.

Gefum okkur nú að löghlíðnir einstaklingar skili inn öllum sínum vopnum.

Hverjir eru þá eftir?

Forsendur 4 og 5 hljóma svo vel...

Já...

Gefum okkur nú eitt augnablik að þetta fólk þarna sem er að mótmæla gæti með göldrum töfrað burt öll skotvopn í USA. Eða bara hreinlega öll vopn.

Batnar ástandið eitthvað þá?

Já eða nei? Byggt á hverju?

Vissuði að á Reagan tímanum voru framin fleiri morð í Sovétríkjunum er í Bandaríkjunum? Akkúrat núna eru þau næstum 3X fleiri bara í Rússlandi? Þeir nota ekki byssur. Ekki þá, ekki nú.

Ég spái því að það eina sem þeir fái með banni verði fleiri fjöldamorð, fleiri morð almennt, fleiri líkamsárásir og almennt svoleiðis vesen.

Ja...

Á meðan verður færri bílum stolið. (Það helst í hendur af einhverjum orsökum - ekki spyrja mig hvernig það virkar, svona er þetta víst bara: færri byssur = færri bílum stolið. Veit ekki meir.)


mbl.is Obama taki á byssulöggjöfinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í seinustu skotárás var vopnið fengið af löghlýðnum borgara í láni (móðirinni). Mig minnir að svo var eins í öðru nýlegu tilviki. Það er rétt að krimmarnir halda eftir sínum vopnum en það löghlýðna fólk sem ''snappar'' einn daginn getur að minnsta kosti ekki farið í næsta byssuskáp si svona. Annars hef ég aldrei skilið afhverju almennur borgari þarf að geta átt sjálfvirkan riffil til þess að vernda sig. Seinast þegar ég athugaði þá þarf bara eina byssukúlu til þess að drepa manneskju. Ef byssukúlan kostaði 100 dollara þá held ég að fólk væri ekki að geyma heilu kassana af skotfærum.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 03:51

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Annars hef ég aldrei skilið afhverju almennur borgari þarf að geta átt sjálfvirkan riffil"

Af því hann langar til þess.

" Seinast þegar ég athugaði þá þarf bara eina byssukúlu til þess að drepa manneskju"

Seinast þegar ég athugaði þurfti bara eitt vel útilátið högg á höfuðið til að drepa manneskju. Það eru margar leiðir. Ekki allar jafn rekjanlegar.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2012 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband