Mestu vonbrigði jólabókaflóðsins

Nú styttist í jól. Ég veit það vegna þess að þeir eru farnir að spila gömul ítölsk popplög í útvarpinu.

Á hverjum jólum er byrjað að pranga út mis-góðum bókum. Sumar hef ég lesið og get þess vegna tjáð mig um, aðrar ekki.

Þær bækur sem ég hef fengið í jólagjöf hafa verið upp og ofan. Versta bók sem ég hef lesið var tildæmis jólagjöf. Hún var svo vond að ég fann mig knúinn til að lesa hana alla, svo heillaður var ég af því hvernig höfundinum tókst að láta gefa hana út.

Það var "Málverkið" eftir Ólaf Jóhann. Það er ekki blaðsíða í allri bókinni þar sem ekki er eitthvert katastrófískt klúður; þegar persónur talast við fáum við ekkert að vita hvaða persónur það eru, hvar þær eru eða hver er að ávarpa hvern fyrr en eftir minnst eina síðu - ef við erum heppin; sagan gerist á tvemur mismunandi tímum og fjallar í grunninn um tvær alveg nákvæmlega eins persónur, og við fáum ekki að vita hvor er í brennidepli þá og þá stundina fyrr en bara einhverntíma. Stundum þurfum við bara að átta okkur á því útfrá heildarsamhenginu.

Þetta er mjög vont stöff. "Manos, the hands of fate" bókmenntanna.

Einu sinni gaf Ómar Ragnarsson út bók. Ég man ekki hvað hún hét, það eru meira en 15 ár síðan ég las hana. Hún lofaði á yfirborðinu góðu, plottið var, skv baksíðunni að einhver pjakkur á íslandi plottaði að ráða forseta USA af dögum. Covermyndin var af flugvél að fara að fljúga á einhvern random gaur.

Það hljómar miklu meira töff en úr varð. Bókin sjálf var bara menn keyrandi bílum, talandi um bíla, keyrandi... Ekkert magnað samsæri eða launráð. Svo eftir svona 100 bls ákvað aðal karakterinn að fremja sjálfsmorð. Það var engin framtíð í því. Einum kafla seinna nennti ég þessu ekki og lagði bókina frá mér.

Þetta var allt jafn spennandi og leiðbeiningar um hvernig á að fylla út skattframtalið.

Ég gafst upp á Falteyjargátu eftir 85 blaðsíður. Það var einfaldlega of mikil Flatey og ekki nógu mikil gáta.

"Lúin bein" hét ein. Ég entist heila þrjá kafla. Þá var höfundur búinn að kynna til sögunnar 3 persónur: gaurinn sem ég man ekkert eftir, gaurinn sem var heima í stofu með rugluðu eiginkonunni, og gaurinn sem fékk ekki að fara á klósettið.

Spennandi.

Ruth Rendell kveikti heldur ekki á neinu. Ég held fyrsti kaflinn hafi drepið alla löngun til að lesa meira.

Scott Turow náði ég að klára, en langaði þá helst til að leggja end að bókinni, því hún var ekki mjög góð. Samt nennti einhver að hafa fyrir því að þýða hana.

Söngvar Satans eftir Rushdie voru aðal-málið 1989. Það er ekki góð bók. Fyrir það fyrsta þarftu annaðhvort að vera indverji eða vita heilan helvítis helling um indverja til að fatta hana. Eða vita miklu meira en ég um múslimsku.

Besta auglýsingaherferð í heimi. Bókin sjálf, ekkert spes.

Það eru enn til góðir höfundar:

Þráinn Bertelsson er jafn góður rithöfundur og hann er slæmur stjórnmálamaður. Ég hef aldrei lesið neitt vont eftir hann.

Arnaldur Indriða skrifaði að minnsta kosti eina þolanlega bók - og mér skilst að ef þú hefur lesið eina hafir þú lesið þær allar. Pick one.

Þeir sem eru ekki í stuði fyrir Íslenska höfunda geta kíkt á Charles Stross. Allt sem ég hef lesið eftir hann hefur verið gott. Hann lendir seint í jólapakkanum samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband