Í teoríunni ætti það að vera auðvelt:

Sko, takið eftir að fólk fjölgar sér hraðast þar sem eymdin er mest?

Ef við drögum úr eymdinni, þá dregur úr fjölguninni.

En eins og er sækir fólk í eymd. Það leitar í allt það sem eykur á eymdina. Mannkynið er í grunninn masókistar, grunar mig.


mbl.is Vill hefta fjölgun mannkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orsök og afleiðing! Eymdin er mest, þar sem fólk fjölgar sér mest. Siðmenntaðar þjóðir draga úr barneignum til að koma í veg fyrir eymd.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 17:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei - siðmenntaðar þjóðir stunda barneignir sem hobbý. Í þróuðum löndum stjórnar fólk því alveg sjálft hve mörg börn það á (reyndar verður það svolítið erfitt eftir fertugt...) í vanþróaðri ríkjum virðist fólk beinlínist sækjast eftir að eignast fleiri - í bændasamfélögum er ekkert "virðist."

Börn eru hálfpartinn fyrir okkur, eins og er. Okkur finnst gaman að vera í vinnu, og ekki höfum við börn með okkur þangað - sem er annað en vanþróuð lönd búa við.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2013 kl. 18:10

3 identicon

Sæll. Þetta eru misvísandi upplýsingar til komnar af rasisma og viðbjóði sem þú kaupir í blindni. Sannleikurinn er sá, og þú getur staðfest þetta allt með víðtækari lestri, að í þeim löndum þar sem fólk eignast flest börn, gerir það það einfaldlega til að auka líkurnar á að eiga barn sem er enn á lífi eftir 5 ára aldur. Í mörgum Afríkuríkjum er það til dæmis svo, þökk sé arðráni Evrópumanna og þjóðarskuldum við fyrrum nýlenduherra, að eignist maður og kona 12 börn, þá mun líklega 1 barn komast á legg, hin verða hrunin niður úr sjúkdómum eins og Aids, sem eru orðinn sá faraldur sem það er þökk sé niðurnýðslu í heilbrigðiskerfinu af völdum allra þeirra "skulda" sem þarf að greiða til Evrópu.

TRUTH! For truth alone shall set you free (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:35

4 identicon

Því má bæta við að einmitt þeir sem eignast flest börn, fórnarlömb arðráns Evrópumanna, menga minnst og stuðla minnst allra að útrýmingu dýrategunda og regnskóga. Þú einn og sér mengar jafn mikið á einum degi og heilt þorp í frumstæðu Afríku.

TRUTH! For truth alone shall set you free (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:36

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

0.o

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2013 kl. 23:03

6 identicon

Hahaha - sannleikurinn er alvöru brandarakall, blammerar með öllum stöðluðu vondukallafrösunum um hvítu rasistana.

Gulli (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 16:41

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er ekki viss um að hann skilji það sem hann hefur skrifað. Né heldur að hann hafi lesið það sem ég eða V. Jóhanns skrifuðu.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2013 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband