Þetta er allt mjög áhugavert

„Þetta er skilgreint sem brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum hér nema um áramót og á þrettánda,“

Einhver: síðan hvenær heyra flugeldar undir vopnalög?

Það kemur mér spánskt fyrir sjónir, reyndar. 

„Já það er vitað hver það var. Það var upplýst í gærkvöldi og viðkomandi gekkst við þessu. Hann verður kærður og verður trúlega krafinn um bætur,“ sagði Bjarni.

Sem er áhugavert líka.  Skoðum fyrirsögnina: „Athöfnum verður að fylgja ábyrgð“

Allt í lagi, nú hefur maðurinn gengist við þessu, semsagt játað.  Hefur hann þá ekki samkvæmt fordæmi annarra með því axlað ábyrgð sína?

Nema ábyrgð þýði eitthvað annað fyrir hann en suma aðra.  Sem væri ekki í samræmi við hugsjónir réttarríkisins.

 „Þetta er dýrt og þá geta menn farið að vakna upp við það hér á landi að athöfnum verður að fylgja ábyrgð. 

Það væri vissulega mikið nývirki sem við eigum ekki að venjast.

Já.  Kannski er þessi blessaði flugelda-maður nógu lágt settur til þess að sæta ábyrgð.  Sem gerir hann á vissan hátt virðingarverðan. 


mbl.is „Athöfnum verður að fylgja ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband