28.5.2013 | 22:27
Hvað annað? Sokkaverksmiðju?
"Þá bendir hún á að samkvæmt McKinsey skýrslunni sé um 81% af raforkuframleiðslu Íslendinga notuð í málmiðnað og 24% af vergri þjóðarframleiðslu sé tilkomin vegna auðlindanýtingar (fiskiðnaðar, orkuframleiðslu og málmiðnaðar). Aftur á móti sé aðeins 15% þeirra sem virkir eru á vinnumarkaði sem hafi atvinnu af auðlindaiðnaðinum."
... og?
"Þetta þýðir samkvæmt Guðbjörtu að á bakvið hvern og einn starfsmann í auðlindaiðnaðinum séu 58 milljónir í fjárfestingu meðan það eru 12,5 milljónir í fjárfestingu á bakvið störf í öðrum geirum."
Skip & álver kosta pening.
"Þá fást einungis 250 milljónir af vergri þjóðarframleiðslu fyrir hvern milljarð í fjárfestingu í auðlindaiðnaði, en það fást 650 milljónir af þjóðarframleiðslu fyrir hvern milljarð í öllum öðrum greinum að meðaltali."
Ég ætla að vona að bankar falli ekki undir þetta "annað", því ég er ansi hræddur um að sá peningur sem þeir segja að sé í því batteríi sé einfaldlega ekki til. Svona með hliðsjón af 2008. Ég sá því kerfi a.m.k. ekki breytt.
Það skekkir.
Segir hún að það sé því um 2,6 sinnum arðbærara að gera bara eitthvað annað en að virkja og reisa álver."
Hún gæti þurft að endurreikna þetta, án bankanna.
Eitthvað annað arðbærara en álið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað annað
Kristján Bjarni Guðmundsson, 28.5.2013 kl. 23:12
Góður listi. En hve mörg af þessum fyrirtækjum borga sig upp á 2 árum (sem gerist þegar maður hefur 65% ávöxtun, eins og í dæminu - gefum okkur 45-85%.)
Það er það sem mér þykir ævintýralegt og á bágt með að trúa.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.5.2013 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.