Hvað ef kanarnir ná Snowden?

Gerum ráð fyrir því eitt augnablik að USA sé réttarríki.  Þeir vilja sjálfir meina það.

Nú, þá eru fordæmi til fyrir svona löguðu.

Man eftir einum sem til dæmis var að dunda sér við það að selja Sovétríkjunum upplýsingar sem þau ekki höfðu.  Sá var böstaður og settur í djeilið í 40 ár.

Það er fordæmið.

Með það í huga - var Snowden böstaður fyrir að gefa einhverjum illvirkjum upplýsingar sem þeim renndi ekki grun um?

Nei, hann sagði venjulegu fólki hluti sem það hafði alltaf sterkan grun um.  Sem er minni glæpur.

Svo ég efast um að hann fái 40 ár.

39 kannski. 


mbl.is Myndi snúa til Bandaríkjanna með skilyrðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Við vitum ekki hvað Snowden hefur gert í sambandi við upplýsingar um starfsemi Gestapo (FBI), Stassi (CIA) og KGB (NSA).

En ef Snowden hefur ekki gefið upp neitt nema síma og tölvugagnasöfnun um ríkisborgara BNA, þá sennilega verður hann sýknaður af þeim brotum sem hann hefur framið.

Við vissum um að erlendar síma og tölvupóstagagnasöfnun fór fram og það eru lög fyrir því the Patriot Act, sem George W kom í gegnum þingið.

En að innlendar síma og tölvupóstagagnasöfnun færu fram er eitthvað sem Obama hefur komið á og eru engin lög fyrir.

Þar stendur hnífurinn í kúni, eru innlendar síma og tölvupóstagagnasöfnun brot á stjórnarskrá BNA? það er í réttarkerfinu í dag til að fá dómsorð um það.

Ef þetta er brot á stjórnarskrá BNA, þá verður Snowden sýknaður.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 18:23

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef hann er bara sekur um neitt nema þessa gagnasöfnun, sem aftur myndi leiða af sér stjórnarskrárbrot, og tilheyrandi skandal, þá sé ég ekki betur en það séu mistök að vera að fela þennan gæja.

Mig fer að gruna að hann hafi eitthvað raunverulega ferlegt á samviskunni. Eitthvað sem við vitum ekkert um.

En... ég veit ekkert um þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.6.2013 kl. 07:52

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir því sem fréttir herma þá á hann að hafa farið fjórar tölvur og upplýsingar um starfsemi CIA, FBI og NSA ásamt öðru.

Ekki veit ég hvort fréttaflutningur er sannur, en það virðast allir sem eru yfir þessum stofnunum, ráðherrar og þingmenn sammála um að brot hafi verið brotið.

Snowden var með top ranked security clearance og skrifað þess vegna undir þagnaskyldu.

En eins og ég sagði í athugasemd hér að ofan að ef að Snowden hefur bara brotið þagnarskylduna um innlenda síma og tölvugagnasöfnun þá er vel líklegt að hann sleppi með lítin eða engan dóm ef þessi söfnun verður dæmd sem brot á stjórnarskrá.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 29.6.2013 kl. 14:56

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það líða sennilega 5ö ár áður en við fáum að heyra eitthvað sem lýkist sannleikanum um þetta - ef þá.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.6.2013 kl. 20:56

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ásgrímur þetta er leyniþjónustumál og við almenningur fáum aldrei að vita hvað gerðist, það er að segja 100%.

Við fáum að vita gloppu hér og gloppu þar, bara það sem hentar Snowden og leyniþjónusu BNA.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 30.6.2013 kl. 04:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband