Merkilegt og áhugavert

Ástæða fækkunar glæpa í hinum vestræna heimi:

"Yngra fólk fremur fleiri glæpi en þeir sem eldri eru og Ísland er ungt samfélag í samanburði við aðrar þjóðir sem hafa elst hratt síðastliðin ár." 

Sem leiðir hugann að: 

"Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ef tölur ársins 2013 eru bornar saman við sama tímabil 2010-2012 sést að þjófnuðum fækkaði um 18% og innbrotum fækkaði um 42% á sama tíma. Eignaspjöll minnkuðu um 27% og ofbeldisbrotum fækkaði um 6%."

Ekki hafa glæponarnir okkar farið á elliheimili, það sé ég ekki gerast. 

„Þvert á móti leiddi hrunið af sér stöðnun eða fækkun afbrota sem er í samræmi við alþjóðlega þróun í Evrópu og Bandaríkjunum.“

En einhvernvegin sýnist mér þróunin hér vera af öðrum orsökum en þróunin annarsstaðar, af því að "Ísland er ungt samfélag í samanburði viðaðrar þjóðir.

"Hann segir hefðbundnum afbrotum á borð við auðgunar- og ofbeldisbrot fara fækkandi í alþjóðlegum skilningi."

Í alþjóðlegum skilningi?  Breyttu þeir kannski bara skilgreiningunni á ofbeldis og auðgunarbrotum?  Kannski.  Það myndi vissulega virka. 

"Helgi ... telur lýðfræðilegar ástæður útskýra það að einhverju leyti. - Aldursstrúkturinn hér heima breytist mun seinna en hjá öðrum þjóðum. Slík aldursdreifing hefur mikil áhrif því óalgengt er að fólk eldra en 40 ára stundi þessi hefðbundnu afbrot.“

Fullkomin getnaðarvörn stuðlar að fækkun glæpa.  Gotcha. 

"Helgi segir samfélagið í heild vera orðið meðvitaðra um glæpi."

Sem skýrir þá sífellt meiri ótta við glæpi.

Allt gott og gilt svosem.  En það er líka mögulegt að krimmar hafi bara hreinlega flutt frá landinu.  Svona fimmtungur þeirra.  Þeir eru ekkert það margir. 


mbl.is Dómsdagsspár gengu ekki eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Í fyrra mældist mikill samdráttur í umferðalagabrotun.

Útskýringin kom síðar.

Öll umferðabrot er náðst höfðu á sjálvirkar eftirlistvélar reyndust ónothæf .

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé það sama uppi á teningnum hér.... þ.e.a.s. færri löggur, minni tími til rannsókna/útkalla vegna annarrar forgangsröðunar og þessa vegna mælist lækkuð tíðni glæpa.

Það er eins og það segir.

"Það eru þrjár tegundir lyga: Lygi; hvít lygi... og tölfræði".

Óskar Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 15:09

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er líka vel líklegt. Þetta sé bara sparnaður í lögreglunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.6.2013 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband