Var þetta svo slæmt?

Þarna var vissulega á ferð einstaklingur í afar annarlegu ástandi.

Þessi einstaklingur sýndi af sér hegðun sem var ekkert sæmandi neinstaðar.

Maður veit ekkert hvað fólki á þessu stigi ölvunar dettur í hug að gera. 

Svo: nei, þetta var ekkert það harkalegt.

Ef þetta þykir slæmt hefur fólk ekki séð margt. 


mbl.is Lögreglumaðurinn sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér! þarna er borgari að ólíðnast lögreglu. Lætur sér ekki seigjast og endar á því að hrækja á manninn. Hann stekkur út setur hana niður og járnar hana. Jú hún rakst í bekkinn og hvað með það? Alveg með ólíkindum þetta væl á þessu landi alltaf yfir öllu. Nú ætti fólk bara að sjá hvað löggan í þýskalndi mundi gera í þessum aðstæðum. nú eða Frakklandi eða Spáni svo ekki sé nú talað um USA! Hvað er að hérna??

Veit fólk hvaða dóm það fengi í Noregi eða Danmörku fyrir að hrækja á lögguna? Bara flott hjá manninum að taka hana fast og vel niður og járna og fara með hana í bókun. Verst að hún sleppur við refsingu bara. Ps. það berast engar fréttir af henni slasaðri á spítala.. Hefur e h pælt í því áður enn hann/hún fór að væla...

óli (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 18:46

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Það á að reka þennan ofbeldissegg úr löggunni. Strax.

Austmann,félagasamtök, 8.7.2013 kl. 18:57

3 identicon

Það kemur málinu nákvæmlega ekkert við hvort það sé verið að óhlýðnast lögreglu, í þessu tilfelli er beitt óhóflegu afli. Trúiði mér ekki Ásgrímur og Óli? Eruð þið kannski ekki búnir að sjá myndbandið og ákváðuð að standa blint á bakið við manni sem reyndi að hylma yfir með kærustunni synni er hún keyrði ölvuð á vegfaranda? Eruð þið kannski #notacop?

Guðmundur Eiríksson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 19:33

4 identicon

Ég sá myndbandið. Ef þú ert að spurja hvort ég sé lögga þá er svarið nei. Kærasti eða ölvunarakstur? Ég átta mig ekki alveg á hvað þú átt við með því. Enn nei mér finst þetta ekki óhófleg valdbeiting. Ég hef séð markt og víðar enn á íslandi og þetta er bara eðlileg handtaka að mínu mati.

Enn að öðru. veistu hvaða dóm þú færð fyrir að berja löggu í andlitið ef ekkert bein brotnar? það eru í kringum 3 mánuðir á SKILORÐI!! Enn ég mæli með því að fólk bara prufi að hrækja á lögregluna í öðrum löndum og komi svo heim og geri það sama hér og bloggi svo um málið.

óli (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 20:13

5 identicon

Óþörf valdbeiting annarsstaðar í heiminum réttlætir ekki óþarfa valdbeitingu á Íslandi, Óli. Rangur hlutur núllar ekki út rangan hlut. Endurtaktu það tíu sinnum og sjáðu hvort það síast inn.

Leifur (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 20:49

6 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"Kærasti eða ölvunarakstur? Ég átta mig ekki alveg á hvað þú átt við með því."

Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þessi lögregluþjónn hefur gerzt brotlegur í starfi, tvisvar hefur hann reynt að hylma yfir lögbrot.

Austmann,félagasamtök, 8.7.2013 kl. 21:15

7 identicon

Ég þekki það bara ekki. enn sé þessi maður sem um ræðir að koma vinum og kunningjum undan ákæru þó vona ég að tekið verði á því. Enn þessi handaka er bara mjög normal annars, Maðurinn hefði mátt gæta betur að þessum bekk sem hún danlaðist e h í enn að öðruleiti var þetta bara venjuleg handtaka. Ég er ekki lögga. enn ég var svoldið óþekkur fyrir löngu og hef verið handtekin marg oft. Bæði hér og eins erlendis. í spáni fór það svona framm. " Ég sagði þér að halda kjafti í bínum. þú færð lögmann og aðstoðð sendiráð þíns" ég röflaði e h áfram og þá stoppaði hann bílinn og útskýrði þetta vel með svona fimm góðum höggum með kylfu í lærin.

Ég slassaðist ekkert, enn það var sko sárt get ég sagt ykkur! "Haltu nú kjafti þangað til e h vill tala við þig. Nema þú viljir smá meira?" Ég var blindfullur og braut e h spilakassa á bar. Hvað haldið þið að hefði gerst ef ég hefði hrækt á manninn?? Er fólk svona miklir kjánar? Enn jú endilega prufið þetta í td Texas og svo í Brasilíu. ps. Er konan slösuð? kannski í öndunarvél? úpps. Hún er víst ekki á spítala eftir "allt ofbeldið" Hugsa fyrst. Tala svo ;o)

óli (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 00:21

8 identicon

Já ok. allt fullt af mönnum sem vita hvað valbeiting er, og þá sérstaklega óþörf. enn spurning til ykkar. Er konan slösuð? Svarið er. Nei. Hefði hún, þessi drukna kolbilaða belja getað meiðst? Já öruglega enn hún gerði það ekki, svo þið getið hætt að bulla núna. Enn ég endurtek. Prufið þétta erlendis. Mæli þá með Frakklandi,þýskalandi eða Spáni. Nú ef það gengur vel og engin bein brotna. þá væri gaman að sjá ykkur i Texas eða Arkanso gera svona.. ;o) þið eruð kjánar bara, vitið lítið og hafið aldrei séð neitt. svo ykkur er fyrirgefið.

óli (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 00:32

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég þekki ekki þennan mann eða hans fyrri verk, en fæ ekki séð af hverju þau skipta máli í sambandi við þetta atvik.

*þetta* ákveðna atvik var ekkert til að nöldra út af.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.7.2013 kl. 17:52

10 identicon

Þeir sem ekki geta höndlað meinlaus atvik eða hættulaust fólk án þess að missa stjórn á skapinu og beita ofbeldi að ónauðsynju, ættu ekki að starfa í lögreglunni. Frekar ættu þeir að vera málaliðar í Afríku. Mikilmennskubrjálæðið og fantaskapurinn hjá þessu liði út af engu er óásættanlegur. Svona viðbrögð eru skiljanleg þegar um alvöru árásir er að ræða, en ekki í þessu tilfelli.

Fyrir nokkrum árum varð landsfrægt þegar einhver lögga tók saklausan ungling kverkataki. Sá ofbeldisseggur var leystur frá störfum, amk. um stundarsakir. Þess vegna er mikilvægt að fólk sé að taka upp svona atburði og setja á YouTube.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 18:44

11 identicon

Pétur. Lögreglumaðurinn er komin með sýkingu í augað eftir hrákan úr þessari konu. Vissiru það? Hvaða hrottaskap ertu að rausa um' Er konan slösuð? Nei hún er það ekki og hana á að ákæra núna fyrir árás á lögguna. Einfalt mál.

óli (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 20:08

12 identicon

Ég hef enga samúð með honum. Þér finnst hann víst vera mikil hetja af því að hann réðist eins og heigull á ölvaða konu sem gat enga vörn sér veitt? Það hefði verið alveg nóg að kæra hana eða sekta hana. Jeez.

Ég ætla ekki að skrifa meira um þetta, en athugaðu að það sem ég hef skrifað er mjög vægt og kurteisislega til orða tekið miðað við ef ég væri alveg hreinskilinn og léti vaða.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband