Sumt sem hann segir er frekar vafasamt

Förum yfir þetta:  

"Jón Trausti bendir þó á að margir séu farnir að átta sig á því að ekki sé endilega hagstæðara að fjárfesta í eldri bílum."

Bíll er engin fjárfesting.  Þetta hrynur í verði, stöðugt.  Í svona 15 - 25 ár.  

Eldri bílar verða ódýrari hægar. 

Svo... gamall eða nýr... hve miklu máttu sóa í þetta? 

"Þannig séu nýir bílar allt að 30% sparneytnari heldur en sömu bílar fyrir rúmlega fjórum árum."

Hann lýgur því.  Það hefur ekkert breyst á undanförnum 4 árum svo ég hafi tekið eftir.  Kjaftæði.

"Auk þess séu vörugjöld á sparneytnum bílum oft á bilinu 10-15% í stað 30% áður og til viðbótar bætist ábyrgð og minni bilanir á nýlegri bílum."

Sem hefur þá mjög svo áhugaverðu verkun að allra ódýrustu týpurnar kosta ámóta mikið hér og í útlöndum.  TD munar bara 200.000 á Chevy Spark hér og í USA.

Allt hitt er enn á tvöföldu verði.  Og diesel, eða eitthvað þaðan af verra.

Hitt tvennt er alveg rétt. 

 


mbl.is Ekki endilega dýrara að kaupa nýja bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásgrímur, ég er sammála öllu hjá þér, og langar að bæta smávegis við. Ein fjarstæðan sem notuð er til að fá fólk til að kaupa nýja bíla, er að þeir mengi minna. Það er ekki rétt. árið 1993 varð skylda að allir nýjir bílar á íslandi væru með hvarfakút. Það minnkaði mengun frá þeim um 90%. Þetta er óbreytt í dag, auðvitað að undanskyldum rafbílum og twinnbílum, en áðurnefndar gerðir eru svo lítill hluti framboðsins af nýjum bílum og að auki á verðlagi sem er í skýjunum.

Það er einnig rangt að ekki sé völ á notuðum bílum á markaðnum yngri en árgerð 2008. Bílaleigurnar hafa öll árin keypt nýja bíla og núna eru þær að selja til dæmis tveggja ára gamla bíla og skipta yfir í nýja. Notaðir bílaleigubílar eru oft ágæt kaup, að vísu eknir í hærri kantinum, en vel passað upp á þá. Bílar sem eru framleiddir á síðustu árum endast líka miklu betur en áður var.

óli (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 12:12

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Góðir púntar.

Allt þetta tal þeirra um mengun er mesta vitleysa. Allar bensínvélar er hægt að stilla - þú getur gefið frá þér mikið af CO2, eða mikið af NOX. Eða balanserað þetta.

NOX fæst venjulega við heitan, hreinni bruna. En... NOX er sum töluvert eitrað, sem CO2 er að öllu jöfnu ekki - amk ekki á meðan þú leiðir ekki pústið inn í bíl.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.8.2013 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband