Mentól sígarettur...

Það á að banna mentólsígarettur til þess að fæla unglinga frá því að byrja.

Og hverjir reykja mentólsígarettur?

Þeir sem eru komnir yfir fertugt, helst fimmtugt.  Sem sagt, unglingar.

Aftur á móti reykja fæstir unglingar mentól.  Finnst það ógeðslegt.

Sem fær mig til að velta fyrir mér: var einhver þarna að hugsa?

Sennilega ekki.  Bara týpisk löggjöf: einhver fær einhverja hugmynd, sem er ekkert byggð á neinu, bara kastað fram, enginn skoðar málið betur, heldur eru lögin bara framleidd og hent út.  

Hugsum okkur ef aðrar vörur væru framleiddar svona:

"Hey, það er vel hægt að nota kartöflumjöl í staðinn fyrir hveiti!  Það er alveg eins!  Enginn fattar muninn!"

"Já!  Sniðugt! Gerum það!"

Og svo yrðu framleidd mörg tonn af brauði sem nýtist bæði sem strokleður og sem skopparabolti. 


mbl.is Ný reglugerð bannar lakkríspípur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég held að þetta muni ekki breyta neinu.

Annars er ég samt ósammála því að það séu fyrst og fremst eldri konur sem sækjast í Mentholið. Þegar ég var að vinna í sjoppu fyrir nokkrum árum síðan þá var það bara Capri sígaretturnar sem voru mest áberandi vinsælar hjá eldri konum frekar en þeim yngri.

T.d. Salem sígaretturnar (er nokkuð viss um að þær séu mest seldu menthol sígaretturnar) ná nokkuð jafnt yfir allar kynslóðirnar. Svo eru það aðallega ungar konur sem kaupa Marlboro Fresh.

Hallgeir Ellýjarson, 30.8.2013 kl. 00:33

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Það sem er mest áberandi er það hversu sjaldgæft það er að karlmenn reyki bragðbættar sígarettur.

Hallgeir Ellýjarson, 30.8.2013 kl. 00:34

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég satt að segja þekki hvorki haus né sporð á þessu - annað en að voðalega fáir virðast eykja mentól, sem er vont, því það lyktar ekki jafn herfilega og hitt.

Einhverjir snillingar í evrópu rannsökuðu þetta, og fundu það út að af þeim örfáu hræðum sem reykja mentól, þá eru það aðallega þeir eldri.

Þeir hefði frekar átt að banna allt nema mentól. Það hefði virkað mun betur.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.8.2013 kl. 00:00

4 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Not really.

Hallgeir Ellýjarson, 31.8.2013 kl. 21:53

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jú jú. Allir fara að pína oní sig eitthvað sem er bara second best, sem virkar til að minnka neyzluna um svona 1-2%.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2013 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband