Þær eru merkilega dýrar, þessar kvikmyndir

Handrit getur auðveldlega kostað milljón, þó í raun geti hvaða bjáni sem er skrifað eitt slíkt sjálfur.

Leikarar kosta þig 300kall á mánuði og yfir, þó þú gætir sennilega platað vini þína í þetta (sem getur auðveldlega valdið fyrirsjáanlegum vandræðum, en ef það er hægt...)

Ljósamaður getur kostað 40.000 á dag.  Nema maður ákveði að nota bara sólarljósið.

Myndatökumaður kostar... fullt.  Á dag.  Nema þú takir myndina bara sjálfur.  8mm sko.

Það er hægt að klyppa kvikmyndir til núorðið á tölvu, sem sparar helling - ef maður kann á forritið.  Movie Maker er einfalt.  Movie Maker Live er hugsanlega of einfalt.  Það er reyndar alveg ferlegt...

Þú gerir þetta bara sjálfur.

Tónlist í kvikmynd kostar.  Mismikið eftir tónverki, en það er alltaf eitthvað.   Má reikna með 100.000 per lag.  En reglurnar eru flóknar og á rússnesku....

Í USA er langdýrast að gera kvikmynd, en þar eru allskyns guild sem halda kostnaðinum háum - hærri en hann þarf að vera.

Eru guild hér?  Einhver, er ég viss um.

Hvað um það, "löggilt" lágmarks crew mun kosta þig vel yfir 20 milljónir.  Og eitthvað gerir það að verkum að vinahópar taka að öllu jöfnu sig ekki saman og gera kvikmyndir í fullri lengd.  (Slíkt hefur gerst)  Kannski er það tímaskortur?  Kannski eitthvað annað.

Veit það ekki. 


mbl.is Skorið niður til kvikmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband