Hvað getur þú fengið fyrir 17 krónur?

Man einhver eftir þessari auglýsingu?  RÚV, 198X.

Þá var víst hægt að fá hitt og þetta fyrir 17 krónur.  Til dæmis hálfan banana.

Ástæða verðbólgu er að eitthvað hækkar í verði, sem hækkar allt annað.

Olía á það til að hafa slæm áhrif á verðbólgu - sérstaklega um daginn, þegar hún hækkaði skyndilega mjög mikið.

En það er bara einn hlutur.  Aðal verðbólguvaldurinn er ríkið.  Í hvers sinn sem þeir hækka einhevrn skatt, eykst verðbólgan.  Í hvert sinn sem þeir finna upp nýjan skatt, eykst verðbólgan.   Ríkið smám saman gerir allt dýrara, og í leiðinni rýrir það tekjur fólks.

En hvert fara eiginlega allir þessir peningar?

Nú, þingmenn eru allir með aðstoðarmenn, ráðherrar eru allir með einka-limmó, allt þetta lið fer í ferðalög á kostnað fólksins til útlanda.

Allar þessar aðlögunarviðræður sem alltaf er verið að tala um kosta svimandi háar upphæðir.

Allar framkvæmdir ríkisins kosta a.m.k 2X meira en sambærileg einkaframkvæmd.

Yfirvöldum er ekkert treystandi fyrir peningum. 


mbl.is Þúsundkallinn frá 1984 væri 9.300 kr. á núvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðal verðbólguvaldurinn er lífeyrissjóðirnir. Við erum með yfir 30 starfandi lífeyrissjóði í þessu fámenna landi og rekstrarkostnaðurinn þeirra eru fleirri fleirri milljarðar á ári. Lífeyrissjóðirnir eru með gífurlega ávöxtunarkröfur á útlán sín og fjárfestingar. Þeir hafa líka verið harðastir á móti því að aftengja eða breyta tengingu lána við lánskjaravísitölu. Vald þeirra og heljartak á íslensku efnahagslífi er gífurlegt, svo stórt að stjórnvöld eiga í erfiðleikum með þá. Hugmyndin um að fækka þeim með sameiningu gengur illa upp þar sem verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins eru treg til þess því þau hafa tögl og haldir í sjóðunum og vilja ekki missa völdin sín til fólksins.

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 02:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það spilar inní.

Annars er ég ekkert viss um að við séum betur sett með færri lífeyrissjóði.

Allt veltur miklu frekar á að þeir séu vel reknir.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2013 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband