30.9.2013 | 00:31
Þeir ná þessu - en áhugavert samt
Svona lagað gæti aldrei átt sér stað hér á landi. Þó það væri óskandi. Hugsið ykkur hve miklum fjármunum er sóað í ríkisstofnanir á hverjum degi, stofnanir sem gera ekkert. Og stofnanir sem gera eitthvað, en eru ofmannaðar.
Hafiði líka tekið eftir, að eftir því sem stofnanirnar eru stærri og fjölmennari, þeim mun svifaseinni eru þær?
Ég er hreint ekkert viss um að almenningur í USA taki eftir því þó ríkisstofnanirnar fái ekkert borgað. Nema þá að fyrir flesta má búast við að lífið verði eitthvað einfaldara.
Ég er á því að þetta sé bara jákvætt. Því lengur sem er slökkt á öllu, því betra. Þeir munu sjá að þeir þurfa ekkert allar þessar stofnanir sínar - ef þeir eru heppnir, og þá verða þær lagðar niður.
En það eru draumórar. Það verður ekkert af neinni stöðvun.
Útlitið ekki bjart í Washington | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það finna allir fyrir því að fá ekki launin sín greidd.Það lifir enginn á loftinu einu.
Sigurdur V.Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 03:39
Ég hef miklar áhuggjur af þessu, ég verð að segja það.
Hvað gerist ef NSA lokar? Þá fer allt í vitleysu og enginn fylgist með mér á meðan.
Áhyggjufullur (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 04:18
Sigurður: þeir fá borguð uppsöfnuð laun þegar stöðvuninni líkur.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2013 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.