Fer eftir hvaða siðferðisskoðanir þú hefur

Fyrir flesta er þetta bara spurning um að hafa efni á því, og ég sé ekkert rangt við það.  

En skoðum þetta nánar: 

„Með því að kaupa flestallan tæknivarning erum við í það minnsta að taka þátt í ójafnri dreifingu auðæfa um hnöttinn, ef ekki beinlínis að valda þjáningu annars staðar á hnettinum,“ segir í svari á Vísindavefnum

Er það svo?

Nú er það svo, að með því einu að vera fæddur hér en ekki þar, þá er maður að "taka þátt í ójafnri dreifingu auðæfa."  Maður neyðist til þess.  Það eru spilin sem manni eru gefin.  Ekki getur verið móralskt rangt að fæðast, eða hvað?

Það er ekki raunsætt að ætla að fara að útdeila jafnt.  Sú hugmynd hefur aldrei komist af teikniborðinu.

En erum við að valda þjáningum annarsstaðar?  Hvernig? 

„Þessi spurning leiðir í raun af sér eftirfarandi spurningu: Er siðferðislega réttlætanlegt að taka þátt í kerfi sem að viðheldur ójafnri dreifingu auðs og ójöfnu hlutskipti manneskja?

Aldrei heyrt um Skinner?  Þú veist, lífveran gerir bara það sem hún er styrkt til að gera?  Sem leiðir af sér að ójöfn dreifing auðs mun gerast, sama hvað. 

Í það minnsta væri að öllum líkindum siðferðislega réttmætara að borga helmingi meira fyrir iPhone5, eða aðrar tæknivörur af sama tagi, ef það myndi tryggja efnahagslega velferð frumframleiðenda vörunnar.“

Þú gætir farið til Kína, keypt vöruna fyrir 1/4 af því sem hún kostar hér, og "frumframleiðandinn" fengi það sama og ef þu kaupir hana hér fyrir 190K.  Er þá alltí einu siðferðilega rétt einhvernvegin að fara til Kína?

Hver er annars "frumframleiðandinn?"  Gaurinn sem dælir upp olíunni sem plastið er unnið úr, eða gaurinn sem púslar græjunni saman? 

Það sé því áhugavert að spyrja sig aftur að því hvort kaup á svona vöru komi einhverjum öðrum við en bara okkur og okkar buddu.

Ég veit ekki með ykkur, en það móralska kerfi sem trúir því að það skifti einhvern annan en mann sjálfan máli hvaða vöru maður kaupir er til, í nokkrum útfærzlum.  Eitt er á skólalóðum, og heitir ekkert formlega, svo ég viti.  Annað er Fasismi, svo er kommúnismi, og svo eru einhverjar aðrar útfærzlur líka, sem tilheyra gerræði.

Allt mjög áhugaverðar stefnur, sem sumum þykja hafa reynzt afar vel. 

„Til þess að svara þessu er hægt að líta til hugmyndar Karls Marx um svonefnt blætiseðli vörunnar.

Karl Marx var fífl, sem fólk á ekki að vera að vitna í frekar en Sigmund Freud.  Þeir eru á svipuðu leveli, og ámóta marktækir - þó Freud virðist hafa verið töluvert greindari maður.

Þá segir hún, að um það leyti sem iPhone 5 var settur á markað árið 2012 hafi mjög fáar af þeim 190.000 íslensku krónum runnið í vasa frumframleiðanda vörunnar.

Skatta, vörugjöld... osfrv... flutingskostaður.  Þetta er fljótt að safnast saman. 

Pælum samt aðeins í þessu: ef þú kaupir ekki Æfón.

Sá sem kaupir ekki æfón er ekki að stuðla að því að framleiðandinn fái þessa litlu summu sem er eftir þegar búið er að draga gjöld ríkisins frá.  Hvað á hann þá að gera?

Kannski er siðferðilega rétt eftir alltsaman að kaupa æfón? 


mbl.is Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög hissa á því að fólk skuli detta þetta í hug að kaupa svona síma á 170 til 190 þús... þegar það eru til helling af símum í dag sem eru sambærilegir og betri á 50 til 70 þús minna verð. Svo hef ég heyrt því þetta er apple vara þá er allt í lagi að eyða svona miklum pening, sem meikar engan sens. Ég veit vel að þetta eru svaklega góðir símar og allt það. Mer dettur ekki í hug að vera svona vitlaus að kaupa svona síma, þegar ég veit um síma sem mælist hraðari og betri á rétt um 100 þús. Og nei þetta er ekki spurning um hvort einhver á efni á þessum síma eða ekki, þetta er spurning um hvað er rétt og hvað er rangt. Þar sem þessi sími mun lækka um 50 þús í verði eftir nokkrar vikur. Og ekki má gleima að sirka 85% af þessum símum sem eru keiftir eru keiftir á raðgreiðslum.

Sveinbi (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 04:51

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú getur keypt síma í elkó á 5000 kall sem þú getur notað til að hringja í fólk sem er staðsett utan kallfæris.

Það finnst mér mjög brilljant.

Kostnaðurinn er hvorki réttur né rangur. Fólk lætur bjóða sér þetta, svo það er gott. Ef eitthvað slæmt hlýst af þessu, þá hinsvegar er rangt að reyna að troða því yfir á aðra, með skuldaniðurfellingu.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.10.2013 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband