5.10.2013 | 17:20
Þeir geta tekið það frá landbúnaðinum
Landbúnaðurinn drekkur í sig pening á ógnvænlegum hraða. Ekki er mér ljóst hvert sá peningur fer, en ekki er mjólkin gefins, það er ljóst.
Svo grunar mig reyndar að það væri vel hægt að tálga af stofnunum ríkisins miklu meira en 200 milljónir. Það er nóg af þeim, og þær þvælast mest bara fyrir.
Umhverfisstofnun, til dæmis.
Rúv mætti leggja niður. Það kostar 3 milljarða og meira á ári.
Það er fullt af dóti þarna sem við þurfum ekki.
Hætt við legugjald ef 200 milljónir finnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ásgrímur.
Ætli bankarnir sleppi í þetta skiptið líka, hjá þeim sem stjórna öllu bak við tjöldin, með blekkingum og lögleysu-hótunum?
Og það, þó að þeir prenti innistæðulausa og siðblindu-skapaða peninga, sem ekki metta aðra en Lífeyrissjóðs-toppa, ASÍ-toppa, og aðra embættismafíu-toppa í villta-vesturs-bankaránsstofnunum heimsveldisins?
Er ekki rétt að gagnrýna rót vandans, svona til tilbreytingar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2013 kl. 19:26
Einfalt að taka þetta af framlagi til Bændasamtakanna.
Ríkið á heldur ekki að reka slíkt heldur eiga bændur að reka sín samtök.
Sama á reyndar við um aðrar greinar eins og t.d. ferðaþjónustu.
Á þessum tveimur stöðum má því "finna" 200 milljónir legugjaldsins og um helming 600 milljóna framlagsins til tækjakaupa Landspítalans.
Við eigum síðan eftir að taka 15,2ma framlag til bænda.
Niðurgreiðslur eiga ekki heima í nútímaþjóðfélagi og hefðu í raun átt að falla af 2001 þegar að krónan og síðan almennur markaður fóru "á flot".
Óskar Guðmundsson, 6.10.2013 kl. 12:24
Mig grunar einhvernvegin að 90% af skattfé okkar fari í tóma vitleysu. Ef ekki stærra hlutfall. Ég veit fyrir víst að meira en 20% er sóað, get bent á það. Og þá er ekki meðtalið það sem sóast innan kerfis, vegna þess að kerfið er of flókið.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.10.2013 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.