Eitt skil ég ekki í öllu þessu:

Allt í lagi, vodafone geymdi helling af SMS skilaboðum.  Þau taka ekki mikið pláss.  Og þeim ber skylda til að geyma þau í 6 mánuði.  Eftir það hafa þeir augljóslega gleymt að eyða þeim, tölvunördum í útlöndum til mikillar gleði.

En af hverju er verið að hanga á þessum skilaboðum svona lengi?  Virðist mér ansi tilgangslaust.  Af hverju má ekki eyða þeim bara jafn óðum, og fólk getur þá bara haft þau á símaminninu hjá sér?

Hefur þetta eitthvað með endalausan eltingaleik lögreglunnar við fíkniefnasmyglara að gera? 


mbl.is Mikilvægt að margnýta ekki lykilorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er smá misskilningur hjá þér.

Það er gjörsamlega óheimilt samkvæmt fjarskiptalögum að geyma innihald samskiptanna sjálfra, eins og var gert í þessu tilviki. Alveg sama hvort það er í eina viku eða mörg ár þá eiga starfsmenn fyrirtækisins ekkert erindi með að vinna með innihald samskipta. Það eru hreinar hleranir!

Það sem þeim er heimilt að geyma, eru upplýsingar um tengingar, það er að segja, hver hringi í hvern og hvenær, eða sendi honum skeyti, og þá lyklað eftir símanúmeri (sem geta líka verið nafnlaus númer!). Þessar upplýsingar er þeim heimilt að geyma í 6 máunði og verða svo að eyða þeim. Eins og gefur skilja eru þessar upplýsingar innifaldar í gögnunum sem láku frá Vodafone, auk innnihalds samskipta, en voru hinsvegar geymdar miklu lengur eða í nokkur ár. Þannig er um tvöfalt brot að ræða, þ.e.a.s. annars vega hnýst í innihald samskiptana í leyfisleysi og hinsvegar þær upplýsingar geymdar miklu lengur en heimilt er að geyma upplýsingar um samskipti yfir höfuð.

Hvoru tveggja eru brot á fjarskiptalögum sem eru sennilega refsiverð, en það alvarlegasta er að innihald samskipta nafngreinanlegra aðila skuli hafa verið vistað sem er mjög alvarlegt brot á persónuverndarlögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2013 kl. 23:28

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er sem sagt miklu bjánalegra en ég hélt að þetta væri.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2013 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband