Allt í lagi - en hafið þá bara 1 þrep

Hvert þrep kostar, ekki bara pening heldur vesen, sem kostar tíma og bögg.

Skatturinn ætti helst ekki að vera nema 15%, helst 10.  Ef þeir vilja hafa hann hærri, þá legg ég til að tekjuskatturinn verði lækkaður yfir alla línuna, helst niður fyrir 15%.  Þetta verði allt gert í einum rykk, helst sama daginn, svo fyrirtækjum gefist ekki tími til að fela lækkunina hægt og rólega, eins og venjulega.

Kaupmáttaraukningin fyrir alla, ríka jafnt og fátæka yrði gífurleg.

Og nú byrjar þetta venjulega baul um lúxusvarning.  Einhver útskýri nú hvernig bensín er lúxusvarningur?  Og í leiðinni, er sami aðili til í að segja mér hvernig eldsneytisverð hefur ekki áhrif á verðbólgu? 

Fátækir þurfa líka að borða.  Og viti menn, matarverð er tengt eldsneytisverði. 


mbl.is Vill breyta virðisaukaskattsþrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband