11.1.2014 | 20:59
LandCruiser 150
Ég prófaði svona bíl á síðasta ári. Langaði alltaf að prófa LandCruiser. Aðal plebba-trog landsins. Bíllinn sem enginn á, en allir skulda.
Og mig langaði til að bera hann saman við Landrover Defender, sem er mjög æðislegur bíll í alla staði.
En hvað um það:
Landcruiser 150 er mikið bákn, gnæfir yfir mig, og er með þessa miklu fleti þar sem ekkert er að sjá. Dekkin eru alveg gífurleg. Fokking stór bíll.
Ég klifraði uppí báknið, og kom mér fyrir. Þægileg sæti. Bíllinn er talsvert minni að innan en að utan, einhvernvegin - þetta er svolítið eins og að sitja í fólksbíl. Þetta er allt mjög "bílalegt." Ekki allt fullt af einhverjum ókunnuglegum tökkum, eins og var í Landrovernum, sem er bara traustvekjandi, og engin flipaskifting. Hún er líka bara fyrir.
Þegar ég kveikti á bílnum barst mér smá dísel hljóð - vélin í þessu er grófari en í Landrovernum. Líka bara 4 sílindrara. Maður fær ekki svona silkimjúkan gang úr 4 sýlindrum. Og enga snerpu heldur, þessi bíll er mánuð í hundraðið.
En ég keyrði semsagt af stað, og eftir smá stund fór ég að kannast við aksturseiginleikana.
Ég hef keyrt svona bíl áður. Bíl sem var svona stór. En stærri að innan... það er nokkuð langt síðan. Það var 1998.
Og þá helltist yfir mig þetta líka magnaða nineties flassbakk.
Bíllinn sem ég rúntaði alltaf um á þegar ég var nýkominn með bílpróf var 1988 GMC Jimmy Sierra, með 5.7 lítra TPI, á 38 tommu dekkjum. Hann var með næstum nákvæmlega sömu aksturseiginleikana. Bara snarpari.
Eini munurinn er að GMCinn var töluvert sneggri upp, og það glamraði og brakaði aðeins í honum. Landcruiser er ekkert snöggur, og í honum er fullt af allskyns gúmmíum og hljóðeinangrunum til að fyrirbyggja allt glamur og brak. Og hann er furðulega lítill að innan.
Landcruiserinn þarf 5 lítra V8, með svona 300 hestöfl og öllu því torqui sem slíkur mótor hefur uppá að bjóða. Og skiftingu í stýrið, american style. Svo getur maður sett gamla "Garbage" diskinn í geislaspilarann og farið á rúntinn.
Ég sem hélt að menn væru löngu hættir að framleiða svona lagað.
Sýna nýjan Land Cruiser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hehe, já þetta eru dálítið "overrated" bílar á Íslandi, Toyota á Íslandi kallar þetta konung þjóðveganna. Hvort myndi þér líða meira eins og konungi í krúser eða Discovery (sem ég held að þú hafir átt við en ekki Defender)?
Friðrik (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.