Þeir eru að hætta með Chevrolet í Evrópu

Vegna þess að fólk er byrjað að fatta að þetta er í grunninn sami bíllinn og Opel.

Cruze er nánast það sama og Opel Astra, nema Opelinn er bara með 1400 vél, á meðan Chevrolettinn hefur 1800 vél, fyrir MINNI PENING.

Hvern myndir þú kaupa?

Ég hef prófað Cruze, það er ekkert að þeim.  Mikill bíll fyrir peninginn.  Sennilega mesti bíll sem þú getur fengið fyrir peninginn núna.

Malibu er svo í grunninn sami bíll og Insignia.  Báðir hafa sömu 2 lítra FIAT díesel vélina, en Malibu er fáanlegur með bensínvél.  Sem er kostur.  Malibu Diesel er dýrari, (munar 300K á sambærilegum týpum) og ekki fáanlegur beinskiftur. 

Hafandi keyrt bæði Insigniu & Malibu, myndi ég velja Malibu, vegna þess að: *BENSÍN,* betri sæti, skemmtilegra umhverfi, virkar einhvernvegin dýrari og hann lítur betur út.  Það er ekki þessi taxa-fílingur sem er í Opelnum.  Einhvernvegin földu þeir díesel-drunurnar betur í Malibuinum.

Ég prófaði betri týpu af Opel Insignia.  Hann var með drif á öllum.  Allt í lagi bíll, en Chevy er betri. 

Á eftir að prófa Mazda 6, sem er a.m.k á pappírum betri díll en báðir ofangreindir. 


mbl.is Bílabúð Benna lækkar verð á öllum nýjum bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í raun er Chevrolet ekki að hætta neinni framleiðslu í Evrópu, einungis að hætta að nota sitt merki á þá framleiðslu og taka upp merki viðkomandi verksmiðja. Hef ekki heyrt að til standi að Chevrolet selji þær verksmiðjur frá sér.

Það er nokkuð fyndið þegar menn telja sig finna mun á evrópskum Chevrolet eða sama bíl með öðru merki. Þetta er sami bíllinn að öllu leyti.

Hins vegar má finna mikinn mun á bílum sem framleiddir eru hjá Chevrolet í USA og hinum sem framleiddir eru dótturverksmiðjum þess í Evrópu.

Hingað til lands eru í flestum tilfellum fluttir inn Chevrotet bílar frá Evrópskum verksmiðjum. Ástæðan er að vegna verndartolla ESB er mun erfiðara og dýrara að flytja þá bíla inn frá Bandaríkjunum. Þó hefur Benni eitthvað verið að gera það og sjálfsagt mun hann halda því áfram. En þar sem megin innflutningur þessara bíla er frá Evrópu, munu þeir í framtíðinni verða með merki þeirrar verksmiðju sem þeir eru framleiddir í.

Þetta mun auðvitað veikja stolt sumra, en að öðru leyti er breytingin engin.

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2014 kl. 09:23

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Chevrolet, jú. GM, nei. Chevy er bara deild innan GM. Málið var að Chevy var farinn að þvælast fyrir Opel, sem ódýrara merki með sömu fítusum.

Og það er munur - sama botnplata, oftast, sama vél (í Malibu/Insignia), en þeir passa uppá að hafa mismunandi innréttingar, mismunandi fjöðrun osfrv. Svo er eitthvað af búnaðinum mismunandi. Grunntýpurnar eru ekkert eins. Sjáðu td hvernig grunntýpan af Cruze er með talsvert stærri vél en allar týpur af Astra.

Þetta safnast saman.

Ekkki skil ég svo hvað við erum að' gera með einhverje ESB verndartolla, því ég man í svipinn ekki eftir neinum íslenskum bílaframleiðendum. Eða framleiðanda, ef út í það er farið.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2014 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband