29.5.2014 | 15:41
Er það? Ég er ekki svo viss.
Vísbendingar eru um að viðhorf Íslendinga til alþjóðavæðingar, svo sem erlendrar samkeppni og alþjóðaviðskipta, sé neikvæðara nú en áður.
Hverjar eru þær vísbendingar?
Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að svo virðist sem að við séum í meira mæli farin að loka okkur af.
Við?
Við þykjum hafa neikvæðara viðhorf en áður gagnvart til dæmis erlendri samkeppni og fjárfestingu,
Ég hef ekki mikið tekið eftir að fólk hafi almennt haft gott viðhorf til *einhverrar* samkeppni - nema kannski bara nánustu vinir. En þeir eru ekki allir, og frekar slæmt úrtak.
Það sem er ef til vill erfiðast fyrir okkur er að opna hagkerfið fyrir alþjóðaviðskiptum.
Vandamál búið til handa okkur af ríkinu. *Við* sem fólkið í landinu réði þar engu um.
Við búum við háa tolla og vörugjöld sem draga úr slíkum viðskiptum.
Aftur, ríkið, ekki fólkið.
... og þá er viðhorf okkar til þess að opna landið fyrir erlendri samkeppni neikvætt,
Getur verið að það sé bara ríkið?
Bandaríkin tróna á toppi listans og á eftir koma Sviss, Singapúr, Hong Kong, Svíþjóð, Þýskaland og Kanada.
Löndin sem við forðumst að bera okkur saman við - sumpart vegna fordóma, sumpart vegna kommúnisma.
Aðspurður hvað átt sé við með samkeppnishæfni segir Björn Brynjúlfur að það byggi á þeirri kenningu að ríki heims keppist um að bæta lífskjör þegna sinna líkt og fyrirtæki.
Hér er það bara kenning. Úti er það greinilega kenning í praxís.
Á sama hátt og fyrirtæki keppa sín á milli um viðskiptavini til að auka hagnað hluthafa sinna keppast ríki um mannauð og fjármagn til að bæta lífskjör þegna sinna. Í því felst samkeppnin, segir hann.
Stutt er síðan við losnuðum við stjórn sem vann akkúrat öfugt við þetta.
... og atvinnustigið hækkað.
Hvað er "atvinnustig," og hvernig veit maður hvenar það hækkar? Eða fáum við fleiri slík stig?
Vaxtastigið er hátt
Er það? eða eru vextir kannski bara háir? Hmm... þarf að hgsa það betur, eftir að ég hef endurskoðað sokkastigið, sem mér sýnist í meðallagi, kannski 43. sæti á heimsmælikvarða. Eða hvað varðar heimsmælikvarða. Eða hvaða ambögu sem menn nota nú til dags til þess að torvelda skilning. Að auki er matarstigið nokkuð lágt eins og er, og þarf að hækka. Held að kattastig nágrannastigsins hafi jafnvel komist í mjólurstigið og lækkað það.
erfitt er fyrir fyrirtæki að afla sér fjár á markaði vegna gjaldmiðilsins og haftanna.
Ég er viss um að þetta hefur allt með höftin og almennt vantraust á satt að segja mjög vafasömum stjórnvöldum okkar að gera, en ekkert með gjaldmiðilinn.
Neikvætt viðhorf til alþjóðavæðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.