Klám finnur alltaf leið.

Way back in ðe dei var stríð það sem knúði allar tækniframfarir.

Nú eru það tölvuleikir og klám.

Og þar sem klám er bannað með lögum á íslandi, sitjum við uppi með það súrrealískasta og ó-erótískasta klám sem hugsast getur.

Já...

Hver hefur víst sína perversjón.

(Það er ekki til neitt gott klám.  Það er ekki til neitt vont klám.  Það er bara klám sem þú fílar, og klám sem hreyfir ekki við þér.) 


mbl.is 50 verða kynfærafyrirsætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott framtak hjá Siggu Dögg, enda hefur öll kynfræðsla hingað til verið harðbönnuð börnum og unglingum. Í fyrrasumar var skrifuð færsla um íslenzka þýðingu (úr þýzku) á bókinni "Ung og bálskotin" sem átti að nota til að fræða unglinga um kynlíf. En allt varðandi kynlíf var ritskoðað burt með skírskotun til íslenzkra laga.

.

Vegna íslenzks tepruskapar sem hefur erfzt kynslóð fram af kynslóð alla síðustu öld (talibanar eru frjálslyndir í samanburði), tepruskapar sem á þessari öld er viðhaldið af öfgafemínistum, sem tröllríða íslenzka þjóðfélaginu. Allar myndir varðandi kynlíf er álítið sóðalegt klám og skaðlegt, sem er helber þættingur.

.

Foreldrar veita ekki kynfræðslu og láta skólunum það eftir, sem líka svíkjast gjörsamlega um það. Það eina sem bullað er um í skólunum er AIDS og staðalímyndir, en kynlíf er ekkert rætt.

.

Ég hef rannsakað þetta lauslega sjálfur með viðtölum og komizt að því að það fólk sem á að standa fyrir svona fræðslu veit nákvæmlega ekkert um neitt og geta þess vegna ekki frætt unglingana, sem neyðast til að bæla allar sjálfsagðar kynhvatir niður í staðinn fyrir að líta á mannslíkamann og kynlíf sem sjálfsagðan hlut líkt og nágrannaþjóðir okkar.

.

Þannig hafa íslenzkir unglingar ekki hugmynd um hvernig hitt kynið lítur út undir eðlilegum kringumstæðum, jafnvel langt fram á þrítugsaldur, því að öll nekt er líka bönnuð hér á landi.

.

Svo að ég hvet Siggu Dögg til þess að halda verkefninu áfram og láta ekki öfgasinnaða útöluliðið þvælast fyrir sér.

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.7.2014 kl. 17:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Íslendingar sem íbúar landisns eru ekki teprur. En liðið sem fer með völdin er það.

Svona er allt, yfirvaldið er eitt, öðruvísi og aðskilið frá fólkinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2014 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband