5.2.2015 | 14:58
Þýðum þennan texta á 2005 íslensku:
Jórdönsk yfirvöld hafa boðað harðar aðgerðir á hendur Ríki íslams eftir að þau brenndu flugmann í her landsins lifandi.
Jórdanía er eitt nokkurra arabaríkja sem hafa tekið þátt í loftárásum Bandaríkjahers á Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. Flugmaðurinn, Maaz al-Kassasbeh, var tekinn höndum af liðsmönnum Ríki íslams í Sýrlandi á aðfangadag er flugvél hans var skotin niður. Fjölskylda hans krefst þess að samtökunum verði eytt af yfirborði jarðar.
Morðið á al-Kassasbeh hefur aukið stuðning almennings í Jórdaníu við baráttuna við Ríki íslams en samtökin hafa lagt undir sig stór svæði í Sýrlandi og Írak.
Í leiðara ríkisdagblaðsins, Al-Rai í dag segir að Jórdanía muni beita öllu brögðum til þess að vernda gildi sín og sannfæringu. Nú sé liðsmanna glæpasamtakanna leitað. Ekkert hefur verið gefið upp um næstu skref en heyrst hefur að Jórdanía muni jafnvel taka þátt í landhernaði á hendur Ríki íslams. Jórdanar hafa ekki tekið þátt í slíkum hernaðaraðgerðum í Miðausturlöndum síðan árið 1973 er jórdanskir hermenn voru sendir til Sýrlands þar sem þeir tóku þátt í sameiginlegum aðgerðum arabaríkjanna gegn Ísrael í Yom Kippur stríðinu.
Abdullah II konungur stytti heimsókn sína til Bandaríkjanna eftir að myndskeiðið af hrottalegri aftöku Kassabeh var birt. Hann kom til Amman í gær og segir hann að morðsins verði hefnt. Snemma í gærmorgun tóku Jórdanar tvo íraska fanga, Sajida al-Rishawi og Ziad al-Karboli, af lífi í hefndarskyni fyrir morðið á flugmanninum.
Á ekkert sameiginlegt með íslamtrú
Fjölmargir tóku þátt í fundum í Amman og borginni Karak, heimaborg flugmannsins, í gær. Meðal þeirra er faðir flugmannsins, Safi al-Kassasbeh, sem segir liðsmenn Ríki íslams vera hryðjuverkamenn og heiðingja sem þekki hvorki mannréttindi né mannúð. Alþjóðasamfélagið verður að sameinast um að eyða Ríki íslams, segir hann.
Ríki íslams hafði boðist til þess að þyrma lífi Kassasbehs og láta japanska blaðamanninn, Kenji Goto. lausan gegn lausn Rishawi. Svo virðist sem flugmaðurinn hafi verið tekinn af lífi áður en Ríki íslams lagði fram tilboð sitt. Goto var síðar afhöfðaður.
Rishawi, 44 ára, var dæmd til dauða fyrir aðild að þremur samtengdum sprengjutilræðum í Amman árið 2005. Sextíu létust í árásunum. Hún var nátengd írösku samtökunum sem lögðu grunninn að stofnun Ríki íslams og var hún talin mikilvæg á táknrænan hátt fyrir hryðjuverkasamtökin.
Í kjölfar drápsins á flugmanninum ákváðu Sameinuðu arabísku furstadæmin að hætta þátttöku í loftárásum Bandaríkjahers. Er það gert í öryggisskyni. Aftur á móti eru furstadæmin hvergi nærri hætt stuðningi við árásirnar og mikilvægur hlekkur í baráttunni við samtökin, samkvæmt upplýsingum AFP úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lýst yfir hryllingi og reiði vegna morðanna á gíslum Ríki íslams. Meðal þeirra er forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sem segir grimmd Ríki íslams ná út fyrir allt og hún eigi ekkert sameiginlegt með íslamtrú.
***
Smáatriði, ég veit, en menn töluðu betra mál fyrir 10 árum.
Hefndinni hvergi nærri lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.